Aukaúthlutun úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur

Skrifstofur ÖBÍ Sigtúni 42 í Reykjavík.
Skrifstofur ÖBÍ Sigtúni 42 í Reykjavík.

Ákveðið hefur verið að úthluta aukalega úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur. Frestur til að sækja um styrki er til og með 23. september næstkomandi.

Námssjóðurinn styrkir til náms öryrkja og einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. Hér má finna eyðublað til að sækja um styrk.

Styrkir úr sjóðnum eru veittir öryrkjum samkvæmt skipulagsskrá. Þeir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum.

Í tengslum við úthlutunina má benda á að Öryrkjabandalag Íslands hefur skrifað undir samstarfssamning við Opna háskólann í Háskóla Reykjavíkur vegna námslínunnar „Stjórnendur í þriðja geiranum“ sem fer af stað í fyrsta sinn 17. október. Nánar má lesa um námslínuna hér í frétt okkar.