Skip to main content
Frétt

Skerðast húsnæðisbætur lífeyrisþega með börn á þessu ?

By 9. febrúar 2016No Comments
Verði frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra að lögum mun verða skerðing á húsnæðisbótum til lífeyrisþega með börn, þetta árið. Þetta kemur meðal annars fram á RÚV í viðtali Spegilsins við Ellen Calmon 8. febrúar um húsnæðisbótafrumvarp sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi.

Ellen Calmon, formaður ÖBÍÁstæðuna segir Ellen vera þá að innleiða á frumvarpið í tveimur áföngum. Á þessu ári miðast frítekjumörk við 2,7 milljónir á ári, óháð því hversu margir búa á heimilinu. Á næsta ári fara mörkin að taka mið af fjölda heimilismanna. Frítekjumörk fyrir einstakling verða áfram 2,7 milljónir en frítekjumörk fyrir fimm manna heimili verða 4,7 milljónir. 

Frítekjumörk vegna húsnæðisbóta séu of lág, 225 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling, 270 þúsund krónur ef það eru tveir í heimili. Þá gagnrýnir hún stuðlana sem þær eru reiknaðar út frá. 

Ellen minnir einnig á nýlega skýrslu Unicef um skort barna en samkvæmt henni hefur atvinnuþátttaka foreldra mest áhrif á stöðu barna. Börn foreldra sem eru í minna en hálfu starfi skortir efnisleg gæði í 26% tilvika. Staða á húsnæðismarkaði hefur sömuleiðis mikil áhrif. Börn leigjenda skortir efnisleg gæði í 19% tilvika.

Hún vonar að ráðherra hafi gert mistök við gerð frumvarpsins sem verði leiðrétt.

Í viðtalinu er einnig rætt við Ellen um félagslegar leiguíbúðir og hugmyndir um endurskoðun á byggingarreglugerðum, en þar vegur þungt skerðing á aðgengi innan húsnæðis. Ellen spyr hvort amma og afi fái ekki að koma í heimsókn?