Skip to main content
Frétt

120 milljónir manna fátækar í Evrópu

By 5. ágúst 2010No Comments
Samkvæmt viðbótarmælikvarða á fátækt og félagslega einangrun innan Evrópusambandsins.

Á fundi félagsmálaráðherra Evrópusambandsins, sem haldinn var fyrri hluta júní, var samþykkt að taka upp viðbótarmællikvarða á fátækt og félagslega einangrun. Fram að þessu hefur verið stuðst við stuðulinn um hættu á fátækt þegar viðkomandi eru með 60% eða minna af meðaltekjum í landinu. Til viðbótar verða settir mælikvarðar sem einnig taka mið af atvinnuleysi á heimili og svo skortur á nauðsynjum (material deprivation).

Social Protection Committe hefur þróað þessa mælikvarða og félagsmálaráðherrar ESB landa hafa fallist á að nota þá. Sé miðað út frá þessum mælikvörðum eru fátækir í Evrópu 120 milljónir en ekki 80 milljónir. Jafnframt gerðu félagsmálaráðherrarnir þá tillögu að dregið yrði úr fátækt á næstu 10 árum þannig að 20 milljónir manna hefðu losnað úr fátæktargildrunni árið 2020.

Hvenær verður tekið upp framfærsluviðmið á Íslandi?

Leikum okkur aðeins með þessar tölur. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru meðallaun á mánuði árið 2009 (fyrir skatta) kr. 334.000. Einstaklingar með undir kr. 200.400 í meðallaun færu því undir viðmiðunarmörk Evrópusambandsins um fátækt og félagslega einangrun.