Skip to main content
Frétt

90% landsmanna jákvæðir í garð ÖBÍ

By 22. ágúst 2007No Comments
Í júlí síðastliðnum framkvæmdi Capacent Gallup skoðanakönnun fyrir ÖBÍ til að skoða ímynd almennings á starfsemi bandalagsins. Hringt var í 1350 manns á öllu landinu á aldrinum 16-75 ára og var handahófsvalið úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 61,4%.
Spurt var;

Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart Öryrkjabandalagi Íslands? 88,9% svarenda sögðust mjög eða frekar jákvæð í garð ÖBÍ, 8,1% hvorki né en 3% voru frekar eða mjög neikvæð. Þegar spurt var hversu mikið eða lítið traust fólk beri til Öryrkjabandalags Íslands sögðust 27,9% bera mikið traust til bandalagsins, 41,4% frekar mikið traust, 25,8% hvorki né, 3,3% frekar lítið traust og 1,5% mjög lítið traust. Þá var spurt hvort fólk teldi Öryrkjabandalag Íslands sinna réttindamálum öryrkja vel eða illa og töldu 18,7% ÖBÍ sinna réttindamálunum mjög vel, 56,6% frekar vel, 15,3% hvorki né, 7,5% frekar illa og 2% mjög illa. Þegar spurt var hvort fólki fyndist Öryrkjabandalag Íslands mikið eða lítið sýnilegt í umræðum um réttindamál öryrkja sögðu 16% það vera mjög sýnilegt, 41% frekar sýnilegt, 13,3% hvorki né, 25% frekar lítið sýnilegt og 4,8% mjög lítið sýnilegt.

Þegar tölurnar eru teknar saman vekur athygli að hart nær 90% svarenda eru jákvæðir gagnvart ÖBÍ en aðeins 3% eru neikvæðir. Þá bera 70% mikið traust til bandalagsins en tæplega fimm prósent lítið traust. Ríflega 75% telja ÖBÍ sinna réttindamálum öryrkja vel en tæp 10% illa og 57% telja ÖBÍ sýnilegt en 30% lítið sýnilegt. Útkoman sýnir ótvírætt sterka stöðu ÖBÍ í samfélaginu. Jákvæðni í garð bandalagsins er mjög mikil, það nýtur mikils trausts og þrír/fjórðu svarenda segja ÖBÍ sinna réttindamálum öryrkja vel. Svo virðist hins vegar vera að meiri eftirspurn sé eftir Öryrkjabandalaginu því þótt flestir telji bandalagið frekar eða mjög sýnilegt er tæplega þriðjungur annarrar skoðunar. Það bendir til þess að enn þurfi að auka kraftinn í kynningarmálum ÖBÍ.