Skip to main content
Frétt

Á annaðhundrað manns á fundi ÖBÍ og Þroskahjálpar

By 6. mars 2009No Comments
Annar fundur í fundarröðinni Verjum velferðina! sem ÖBÍ og Þroskahjálpar standa að og haldinn var 4. mars (í gærkvöldi) á Grand hóteli Reykjavík var vel sóttur. Yfirskrift fundarins var Félagsmál í kreppu – hvað er framundan?

Frummælendur á fundinum voru Félags- og tryggingamálaráðherra, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

Meðal umræðuefnis var uppbygging á þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur þeirra, nýtt örorkumat, afkomutrygging.

Í pallborðsumræður að loknum framsögum voru þátttakendur Halldór Sævar Guðbergsson formaður ÖBÍ, Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, Þuríður Bachmann fyrir Vinstri græna, Pétur H. Blöndal fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Guðjón A. Kristinsson fyrir Frjálslyndaflokkinn.

Menntamál í kreppu – hvað er framundan?

Þriðji fundurinn í fundarröðinni verður haldinn miðvikudaginn 11. mars kl. 20.00-22.00 að Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, yfirskrfit fundarins er Menntamál í kreppu – hvað er framundan?

Frummælendur á fundinum eru: Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri.

Auglýsing – Menntamál í kreppu 3. fundur 11. mars nk.