Skip to main content
Frétt

Á bótarétt vegna slyss við eldamennsku

By 26. mars 2012No Comments

Úrskurðarnefnd almannatrygginga túlkaði reglugerð of þröngt.

Málið kemur til af því að kona var að sinna eldamennsku. Í miðjum klíðum þurfti hún að svara í síma, en í bakaleiðinni datt hún og slasaðist.

Þar sem hún hafði alltaf hakað við reitinn „slysatrygging við heimilsstörf“ á skattaskýrslu sinni, sótti hún bótarétt sinn hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún leitaði því til Umboðamanns Alþingis.

Í áliti umboðsmanns segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sé ekki í samræmi við lög og reglugerð túlkuð of þröngt.

Álit Umbðsmanns Alþingis í heild á heimasíðu embættisins