Skip to main content
Frétt

Á hjólastól yfir Markarfljót?

By 3. febrúar 2012No Comments
Vinir Þórsmerkur vilja byggja aðgengilega brú yfir Markarfljót

Í frétt á vísir.is er greint frá að áhugahópurinn Vinir Þórsmerkur hafi fengið heimild í skipulagsnefnd Rangárþings til að vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna byggingar göngubrúar yfir Markarfljót á móts við Húsadal í Þórsmörk.

Göngubrúin á að nýtast í neyð fyrir sjúkrabíla og létt ökutæki eins og fjórhjól og sexhjól. Hún á einnig að verða fær fólki á hjólastólum með aðstoð. „Enn fremur geti brúin nýst í neyðartilvikum við til dæmis rýmingu á Þórsmörk, vegna náttúruvár.