Skip to main content
Frétt

Á rétt í sínu sveitarfélagi þó dvalið sé erlendis við nám

By 11. desember 2012No Comments

Ný verið komu niðurstöður í máli konu sem kvartað hafði til Umboðsmanns Alþingis vegna úrskurðar úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðimála. Nefndin hafði staðfest synjun fjölskylduráðs viðkomandi sveitarfélags á fjarhagsaðstoð til hennar á þeim forsendum að framfærsluskylda sveitarfélagsins væri bundin því að dvalarstaður konunnar væri á Íslandi.

Samkvæmt því sem kemur fram í gögnum málsins var konan, „sem er menntaður …, atvinnulaus um skeið og féll út af atvinnuleysisskrá 1. október 2010 vegna dvalar erlendis. Hún hóf síðan sérhæft nám í … „, erlendis á vorönn 2011 en hélt lögheimili sínu í sveitarfélaginu. Umsókn hennar um lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna var hafnað þar sem námið var ekki talið lánshæft.

Í áliti umboðsmanns er meðal annars tekið fram að þrátt fyrir að konan hefði dvalist við nám erlendis hefði hún átt lögheimili í sínu sveitarfélagi á Ísland, í samræmi við 9. gr. laga nr. 21/1990, um lögheimili. Umboðsmaður rakti að ákvæði 12. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, væru skýr um sveitarfélag skyldi veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögunum.

Í niðurstöðum eru það tilmæli umboðsmanns til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála að taka mál konunnar til meðferðar að nýju, óski hún eftir því, og að taka þá tillit til þeirra sjónarmið sem rakin væru í álitinu. Jafnframt beinir umboðsmaður þeim almennu tilmælum til nefndarinnar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem kæmu fram í álitinu við meðferð sambærilegra mála.

Sjá álitið í heild á heimasíðu Umboðsmanns Alþingis


Sambærileg mál hafa komið inn á borð félagsráðgjafa ÖBÍ, sem með þessu áliti fær stuðning við sín sýn á málin.