Skip to main content
Frétt

Aðalfundur ÖBÍ 2017

By 29. desember 2017No Comments

Ávarp formanns, fundarsetning

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, setti fundinn kl. 16:15 og bauð fundarmenn velkomna. Formaður lagði til að Kolbeinn Óttarsson Proppé og Drífa Snædal yrðu fundarstjórar og var það samþykkt samhljóða. Þá bauð formaður fundarstjórum að taka við fundinum.

 

Fundarstjórar þökkuðu traustið, buðu gesti velkomna og kynntu dagskrá fundarins (fskj. nr. 1). Fundarstjóri bar undir fundinn að Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir frá Kvennahreyfingu ÖBÍ og Andri Valgeirsson frá Ungliðahreyfingu ÖBÍ sætu sem áheyrnarfulltrúar og var það samþykkt samhljóða.

Þá leitaði fundarstjóri samþykkis fundarins fyrir setu fulltrúa aðildarfélaga sem skiluðu upplýsingum utan tilskilins tíma. Þessir fulltrúar voru: Áslaug Hreiðarsdóttir, Svava Bjarkardóttir og Kristín Björg Jörundsdóttir fyrir Málefli, Erla Sölvadóttir fyrir Félag lifrarsjúkra, Ásgeir E. Ásgeirsson fyrir Einhverfusamtökin, Birna Björnsdóttir, Hólmfríður Pálmadóttir og Kristinn Arinbjörn Guðmundsson fyrir Hugarfar. Var seta þeirra samþykkt samhljóða.

 

Fundarstjóri leitaði að endingu samþykkis fundarins fyrir setu fólks úr málefnahópum ÖBÍ. Þau voru María Hauksdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir úr málefnahópi ÖBÍ um atvinnu- og menntamál. Var seta þeirra samþykkt samhljóða.

 

Fundarstjóri lagði til að Aðalheiður Rúnarsdóttir og Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir rituðu fundinn og var það samþykkt samhljóða.

Almenn fundarstörf

Skýrsla stjórnar (1)

Formaður flutti skýrslu stjórnar (fskj. nr. 2 – Ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands 2016-2017. Skýrsla formanns og stjórnar, bls. 9-21) og sagði meðal annars frá eftirfarandi atriðum.

Samstöðufundur var haldinn á vegum málefnahóps um kjaramál í desember 2016 þar sem þingmönnum voru afhent óskaskrín, sem í voru óskir fatlaðs fólks um aukið aðgengiseftirlit, óskir um sömu tækifæri á vinnumarkaði, að heilbrigðisþjónusta verði endurgjaldslaus, og að bæði NPA og samingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfest, til að nefna dæmi.

Hluti af starfi ÖBÍ er vitundarvakning og mikilvægt er að vera sífellt vakandi fyrir því að minna á fatlað fólk og réttindi þess. Þann 1. maí tók ÖBÍ þátt með slagorðinu Lúxus eða lífsnauðsyn? Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu? Í maí fjallaði sjónvarpsþátturinn Atvinnulífið á Hringbraut um ÖBÍ og fyrirtæki tengd því. ÖBÍ var tilnefnt til Lúðursins, Íslensku auglýsingaverðlaunanna, fyrir myndbandið Fæði, klæði, húsnæði – fyrir alla. Í tilefni 55 ára afmælis ÖBÍ ákvað stjórn að gefa aðildarfélögum tvö myndbönd hverju. Myndböndin eru mikilvæg tæki til vitundarvakningar svo almenningur kynnist betur starfi aðildarfélaganna og til að vekja athygli á fjölbreytileika aðildarfélaga ÖBÍ. Þá voru hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í desember.

Formannafundir voru tveir á árinu, að vori og hausti. Starfsdagur stjórnar var haldinn í mars og formaður ÖBÍ átti reglulega fundi með aðildarfélögunum til að kynna að hvaða verkefnum ÖBÍ var að vinna hverju sinni og heyra hvernig ÖBÍ getur stutt við starf félaganna. Málefnahópar ÖBÍ hafa skilað miklu starfi og góðum afurðum.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var fullgiltur 2016 en þrýst hefur verið á stjórnvöld að lögfesta samninginn og fullgilda valfrjálsu bókunina með samningnum fyrir árslok 2017. ÖBÍ, ásamt fleirum, sendi stjórnvöldum áskorun að því tilefni í júlí 2017, um að fullgilda viðaukann hið fyrsta. ÖBÍ fékk rétt til útgáfu bókarinnar Lukka frá færeyskum systursamtökum ÖBÍ. Áætlað er að bókin komi út veturinn 2017-2018 og stefnt er að því að gefa öllum grunnskólanemum hana til að fræða þau um SRFF. Bókin verður gefin út sem hljóðbók, táknmálsbók og lesbók.

Á skrifstofu ÖBÍ eru þrjár starfseiningar: Stoðþjónusta og almannatengsl, Verkefnastjórnun og Lögfræðiþjónusta. Ellefu einstaklingar starfa á skrifstofunni í 10,6 stöðugildum. Þar er veitt einstaklingsráðgjöf. ÖBÍ notar Podio á innri vef sínum og öll aðildarfélög hafa aðgang að honum. Umferð um Facebook-síðu ÖBÍ eykst sífellt. Tvö veftímarit komu út á árinu og eitt prentað tímarit.

Starfsfólk skrifstofu ÖBÍ fór í náms- og kynnisferð til Brussel í júní 2017, þar sem það aflaði sér þekkingar, myndaði tengsl og kynntist betur starfi systursamtaka og annarra samtaka og alþjóðastofnana sem hafa aðsetur í Brussel. Áherslan var á að fræðast um vinnu við skuggaskýrslur. Formaður ÖBÍ situr í ráðgefandi og stefnumarkandi ráði varðandi málefni fatlaðs fólks fyrir Norrænu ráðherranefndina og samtarfsaðila hennar. ÖBÍ er aðili að HNR sem er samstarfsvettvangur helstu heildarsamtaka fatlaðs fólks og langveikra á Norðurlöndunum og sjálfsstjórnarsvæðunum. Einnig tekur ÖBÍ þátt í EDF, Evrópusamtökum fatlaðs fólks.

Formaður vakti athygli á sjálfsvígum ungra karla og hvatti fundarmenn til að koma vel fram við aðra og sýna náunganum virðingu og hlýju. Þá þakkaði formaður fyrir samstarfið undanfarin ár.

Fundarstjóri bauð umræður um skýrslu stjórnar. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, fjallaði um þrjú réttindamál sem mikilvæg eru og ÖBÍ hefur unnið mikið að hingað til og mun leggja áherslu á áfram. Þessi mál eru kjaramál og starfsgetumat, NPA og SRFF. Grétar Pétur Geirsson þakkaði frábæru og faglegu starfsfólki ÖBÍ. Hann hrósaði formanni vegna breytinga á starfsemi ÖBÍ, sérstaklega fyrir málefnahópana. Ólína Sveinsdóttir, Parkinsonsamtökunum á Íslandi, færði formanni þakkir fyrir góð störf.

Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, kallaði starfsfólk bandalagsins á svið og þakkaði fyrir góð störf. Þá þakkaði hann formanni ÖBÍ, Ellen Calmon, fyrir gott og ánægjulegt samstarf.

Ársreikningur ÖBÍ (2)

Guðmundur Snorrason, endurskoðandi frá Price Waterhouse Coopers ehf., kynnti ársreikning ÖBÍ fyrir árið 2016 (fskj. nr. 3 – Ársreikningur 2016). Það var álit endurskoðanda að reikningurinn gæfi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu, efnahag og breytingum á haldbæru fé í árslok 2016. Þá hefði ársreikningur ÖBÍ að geyma nauðsynlegar upplýsingar í samræmi við lög um ársreikninga og gaf skoðunin ekki tilefni til athugasemda. Ársreikningurinn var áritaður án fyrirvara af endurskoðanda og skoðunarmönnum.

Stjórn ákvað að hafa meiri sundurliðun í framsetningu rekstrarreiknings en áður hafði verið. Heildarrekstrartekjur árið 2016 voru 618,9 milljónir, á móti kr. 492,5 milljónum árið 2015. Þessi hækkun var að mestu vegna hærra framlags frá Íslenskri getspá og aukaframlags frá Íslenskri getspá. Leigutekjur hækkuðu lítillega, úr 10,9 milljónum 2015 í 12,3 milljónir 2016. Var sú hækkun vegna fullrar nýtingar á húsnæðinu á árinu 2016 og örlítillar vísitöluhækkunar. Engar aðrar tekjur voru á árinu.

Rekstrargjöld ársins voru samtals 635,9 milljónir, á móti 514,5 milljónum 2015. Auknar tekjur frá Íslenskri getspá hækkuðu framlög til aðildarfélaganna um 36% á milli ára, úr 285,1 í 386,7 milljónir. Launagreiðslur hækkuðu um 6,5%, úr 114,5 í 121,9 milljónir, vegna almennrar launahækkunar og ákveðið var að greiða formönnum málefnahópa fyrir störf sín. Lífeyrisskuldbindingar jukust á milli ára, úr 1,8 milljónum í 7,1 milljón.

Almennur rekstrarkostnaður hækkaði á milli ára. Liðurinn Fundir, ráðstefnur, auglýsingar og kynningar jókst úr 37,4 milljónum í 53,1 milljón, því meira var lagt í auglýsingar og kynningarmál en áður. Aðkeypt þjónusta og rannsóknir voru rúmar 17 milljónir árið 2015 en numu 19 milljónum 2016. Engin útgáfa var árið 2016 svo sá liður var í 0 kr. Rekstrarkostnaður fasteignar stóð í stað og rekstur skrifstofu lækkaði úr 16,5 milljónum 2015 í 14,3 milljónir 2016. Ýmis rekstrarkostnaður lækkaði úr 16 milljónum í 13,9 milljónir og afskriftir lækkuðu lítillega, voru 8,3 milljónir 2016. Samanlagt hækkaði rekstrarkostnaður, utan styrkja, launa og lífeyrisskuldbindinga, um tæpar átta milljónir, úr 104,1 milljón 2015 í 111,9 milljónir 2016.

Afskriftir lækkuðu úr 8,9 milljónum árið 2015 í 8,3 milljónir árið 2016 svo að samtals var rekstrarafkoman fyrir fjármagnsliði neikvæð um 17 milljónir 2016, í stað 22 milljóna árið 2015. Fjármunatekjur jukust úr 10,1 milljón 2015 í 11,2 milljónir 2016 og rekstrarafkoma ársins 2016 var því neikvæð um 5,8 milljónir 2016.

Fastafjármunir jukust lítillega á milli ára og veltufjármunir hækkuðu úr 171,6 milljónum 2015 í 212,3 milljónir 2016. Í lok árs 2016 var eigið fé 552,3 milljónir og skuldir 184,9 milljónir. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins jukust eignir um rúmlega 41 milljón og í árslok árið 2016 voru eignir og skuldir ÖBÍ 737,2 milljónir og haldbært fé kr. 144,5 milljónir.

 

Fundarstjóri opnaði fyrir fyrirspurnir um reikninga ÖBÍ. Til svara voru framkvæmda- stjóri ÖBÍ og varaformaður, í fjarveru gjaldkera.

Gísli Helgason, Blindravinafélaginu, þakkaði góða yfirferð reikninga og spurði um skuld formanns við ÖBÍ, hvort stjórn hafi tekið á málinu.

Grétar Pétur Geirsson óskaði ÖBÍ til hamingju með flottan ársreiking og vakti athygli á hækkun styrkja til aðildarfélaga.

Ægir Lúðvíksson, MND félaginu og aðili í stjórn ÖBÍ, gerði athugasemd við árs- reikning ÖBÍ. Ægir sagði þann ársreikning sem kynntur var stjórn ÖBÍ og undirritaður 1. júní 2016 ekki þann ársreikning sem kynntur var á aðalfundinum. Í ársreikningi sem var kynntur 1. júní var lán til formanns fært sem fyrirframgreiðsla launa. Það þótti Ægi rangt og undirritaði því ekki reikningana. Á framlögðum og kynntum ársreikningi á aðalfundi var umrætt lán fært sem lán til tengdra aðila, ekki sem fyrirframgreidd laun, og var Ægir sáttur við það og sagðist hefði skrifað undir þann ársreikning.

Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður, fékk orðið og sagði formann hafa fengið fyrirframgreiðslu á launum. Sagði hann stjórn hafa formlega gert athugasemdir við formann og framkvæmdastjóra. Stjórn hefur sett skýrar reglur um lán og fyrirframgreiðslur til starfsmanna, að þær séu ekki heimilar. Taldi Halldór stjórn hafa brugðist við og málinu sé því lokið í sátt. Þá upplýsti Halldór fundarmenn um að lánið sé að fullu greitt, með vöxtum.

Fleiri fyrirspurnig bárust ekki og þá bar fundarstjórireikninginn upp til atkvæða. Var ársreikningur ÖBÍ 2016 samþykktur samhljóða.

Skýrslur fastra málefnahópa (3)

Skýrslur Málefnahópa ÖBÍ voru birtar í Ársskýrslu ÖBÍ 2016-2017 sem var dreift á fundinum, (fskj. nr. 2, bls. 24-28).

Málefnahópur um aðgengi (a)

Grétar Pétur Geirsson, formaður málefnahóps um aðgengi, sagði frá starfi hópsins. Í hópnum sátu, auk formanns: Birna Einarsdóttir frá Gigtarfélagi Íslands, Ingólfur Már Magnússon frá Heyrnarhjálp, Ingveldur Jónsdóttir frá MS félagi Íslands, Jón Heiðar Jónsson frá Sjálfsbjörg lsh, Lilja Sveinsdóttir frá Blindrafélaginu og Sara Birgisdóttir frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Stefán Vilbergsson var starfsmaður hópsins.

Grétar þakkaði gott samstarf við þá sem sátu í hópnum og starfsmanni hópsins.

Málefnahópur um atvinnu- og menntamál (b)

Guðrún Sæmundsdóttir, formaður málefnahóps um atvinnu- og menntamál, kynnti skýrslu hópsins. Í hópnum voru, auk formanns: María Hauksdóttir frá Blindrafélaginu, Elín Hoe Hinriksdóttir frá ADHD samtökunum, Sylviane Lecoultre frá Geðhjálp, Ingibjörg Magnúsdóttir frá Gigtarfélagi Íslands, Brandur Bjarnason Karlsson frá Sjálfsbjörg lsh og Hrafnhildur Kristbjönsdóttir frá Sjálfsbjörg lsh. Alma Ýr Ingólfsdóttir og Þorbera Fjölnisdóttir voru starfsmenn hópsins.

Guðrún þakkaði öllum í hópnum og starfsmönnum góð störf.

Málefnahópur um heilbrigðismál (c)

Emil Thóroddsen, formaður málefnahóps um heilbrigðismál, kynnti skýrslu hópsins. Í hópnum voru, auk formanns Bergþór G. Böðvarsson frá Geðhjálp, Fríða Rún Þórðardóttir frá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands, Guðrún Bergmann Franzdóttir frá Hjartaheill, Sigríður Jóhannsdóttir frá Samtökum sykursjúkra, Stefanía G. Kristinsdóttir frá SÍBS og Vilhjálmur Hjálmarsson frá ADHD samtökunum. Stefán Vilbergsson var starfsmaður hópsins.

Emil þakkaði þeim sem sátu í hópnum frábært starf.

Málefnahópur um kjaramál (d)

María Óskarsdóttir, formaður, kynnti skýrslu hópsins. Í hópnum voru Dóra Ingvadóttir frá Gigtarfélagi Íslands, Erna Arngrímsdóttir frá SPOEX, Frímann Sigurnýasson frá SÍBS, Guðmundur Ingi Kristinsson frá Sjálfsbjörg lsh, Hilmar Guðmundsson frá Sjálfsbjörg lsh. og María M.B. Olsen frá Gigtarfélagi Íslands. Sigríður Hanna Ingólfsdóttir var starfsmaður hópsins.

María þakkaði öllum fyrir ánægjulegt samstarf.

Málefnahópur um sjálfstætt líf (e)

Rúnar Björn Herrera, formaður málefnahóps um sjálfstætt líf kynnti skýrslu hópsins. Í hópnum sátu Elma Finnbogadóttir frá Blindrafélaginu, Hrefna Haraldsdóttir frá ADHD samtökunum, Snædís Rán Hjartardóttir frá Heyrnarhjálp, Védís Drafnardóttir frá Geðhjálp, Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Sjálfsbjörg lsh. og Ægir Lúðvíksson frá MND félaginu á Íslandi. Sigurjón Unnar Sveinsson var starfsmaður hópsins.

Rúnar Björn þakkaði öllum fyrir ánægjulegt samstarf.

Skýrslur fyrirtækja (4)

Skýrslur fyrirtækja lágu frammi. (fskj. nr. 2, bls. 30-35). Ársreikningar fyrirtækja eru í fylgiskjölum 4a-4d.

BRYNJA, hússjóður Öryrkjabandalagsins (a)

Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri, var til svara en engar fyrirspurnir bárust.

Örtækni (b)

Þorsteinn Jóhannsson, framkvæmdastjóri, var til svara en engar fyrirspurnir bárust.

Hringsjá (c)

Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár, var til svara en engar fyrirspurnir bárust.

TMF- Tölvumiðstöð (d)

Sigrún Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri, var til svara en engar fyrirspurnir bárust.

Fjölmennt (e)

Helga Gísladóttir, forstöðumaður Fjölmenntar, var til svara en engar fyrirspurnir bárust.

Íslensk getspá (f)

Lilja Þorgeirsdóttir, fulltrúi ÖBÍ í stjórn Íslenskrar getspár, var til svara en engar fyrirspurnir bárust.

Stefnuþing: Stefna og starfsáætlun (5)

Þessi dagskrárliður er í lögum ÖBÍ en þar sem Stefnuþing var ekki haldið árið 2017 var ekkert rætt undir liðnum.

Aðildargjöld, ákvörðun (6)

Fundarstjóri lagði til að aðildargjöld yrðu óbreytt, 0 kr., og var það samþykkt einróma.

Kl. 18:47 frestaði fundarstjóri fundi til kl. 10, laugardag 21. október 2017.

Laugardagur 21. október 2017 – fundi framhaldið

Fundarstjóri hóf fund að nýju kl. 10:00 og kynnti dagskrá (fskj. nr. 1).

Jón Þorkelsson, formaður kjörnefndar, kvaddi sér hljóðs og sagði stuttlega frá starfi nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er að óska eftir framboðum í trúnaðarstöður. Tölvupóstur var sendur út til aðildarfélaga og framboð bárust til allra embætta. Fulltrúar fengu framboðslista sendan 28. september 2017.

Fundarstjóri lagði til að Páll Hilmarsson, Hildur Lilliendahl og Ólafur Sindri Ólafsson yrðu talningarmenn á fundinum. Var það samþykkt samhljóða. Fundarstjóri óskaði leyfis fundarins að Davíð Oddsson tæki sæti sem fulltrúi fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Var það samþykkt samhljóða.

Kosningar í stjórn

Fram fór nafnakall. Mættir voru 126 fulltrúar fyrir 40 félög ÖBÍ (fskj. nr. 5 – Fulltrúar aðildarfélaga, mætingarlisti 21. október 2017). Yfirlit yfir framboð til stjórnar var í fundargögnum, sjá fskj. nr. 6. Kynningar á frambjóðendum lágu frammi og má sjá þær í fylgiskjölum.

Formaður (7)

Í framboði voru Einar Þór Jónsson, HIV-Ísland (fskj. 7a), og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Sjálfbjörg lsh. (fskj. 7b). Engin framboð bárust úr sal. Fundarstjóri bauð frambjóðendum að kynna sig.

Þá var gengið til kosninga um formann ÖBÍ. Var fyrirkomulag kosninganna útskýrt og kjörseðlum dreift. Greidd voru 126 atkvæði (fskj. nr. 18). Einar Þór Jónsson, HIV-Ísland, hlaut 58 atkvæði og  Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Sjálfsbjörg – lsh, hlaut 68 atkvæði. Því var Þuríður Harpa Sigurðardóttir réttkjörinn formaður ÖBÍ 2017-2019. Nýkjörinn formaður tók til máls, þakkaði kærlega fyrir traustið og sagðist hlakka afar mikið til að vinna með öllum félögum ÖBÍ næstu árin.

Varaformaður (8) og Gjaldkeri (9)

Kosið verður í embætti varafomanns og gjaldkera 2018.

Formenn fastra málefnahópa (10)

Aðgengi – málefnahópur. Í framboði var Ingveldur Jónsdóttir, MS félagi Íslands (fskj. 8). Engin framboð bárust úr sal og því var Ingveldur Jónsdóttir sjálfkjörinn formaður málefnahóps um aðgengi 2017-2019.

 

Atvinnu- og menntamál – málefnahópur. Í framboði var Guðrún Sæmundsdóttir, ME félagi Íslands (fskj. 9). Engin framboð bárust úr sal og Guðrún Sæmundsdóttir því sjálfkjörinn formaður málefnahóps um atvinnu- og menntamál 2017-2019.

 

Heilbrigðismál – málefnahópur. Emil Thóroddsen, Gigtarfélagi Íslands, var einn í framboði (fskj. 10). Engin framboð bárust úr sal og Emil Thóroddsen því sjálfkjörinn formaður málefnahóps um heilbrigðismál 2017-2019.

 

Kjaramál – málefnahópur. Í framboði voru María Óskarsdóttir frá Sjálfsbjörg lsh. (fskj. 11a) og Rósa María Hjörvar frá Blindrafélaginu (fskj. 11b). Fleiri framboð komu ekki fram. Óskað var leynilegrar atkvæðagreiðslu. Frambjóðendur kynntu sig.

Fundarstjóri kynnti að einn bættist við kjörskrá, svo 127 höfðu atkvæðisrétt. Þá var gengið til kosninga um formann málefnahóps um kjaramál. Greidd voru 126 atkvæði, einn kjörseðill var auður (fskj. nr. 18). Atkvæði féllu þannig að María Óskarsdóttir hlaut 32 atkvæði og Rósa María Hjörvar hlaut 93 atkvæði. Því var Rósa María Hjörvar kjörinn formaður málefnahóps um aðgengismál 2017-2019.

 

Sjálfstætt líf – málefnahópur. Í framboði var Rúnar Björn Herrera, SEM samtökunum (fskj. 12). Engin framboð bárust úr sal og Rúnar Björn Herrera því sjálfkjörinn formaður málefnahóps um sjálfstætt líf 2017-2019.

Stjórnarmenn (11)

Fundarstjóri kynnti kosningu fjögurra stjórnarmanna sem lá fyrir fundinum. Elín Hoe Hinriksdóttir frá ADHD samtökunum (fskj. 13a), Frímann Sigurnýasson frá SÍBS (fskj. 3b), Ólína Sveinsdóttir frá Parkinsonsamtökunum (fskj. 13c) og Svavar Kjarrval frá Einhverfusamtökunum (fskj. 13d) voru í framboði auk Maríu Óskarsdóttur frá Sjálfbjörg lsh (fskj. 11a). Jafnframt fékkst samþykki fundarins fyrir framboði Sylviane Pétursson-Lecoultre frá Geðhjálp (án fskj.). Fundarstjóri kynnti fyrirkomulag kosninganna og bauð frambjóðendum að kynna sig.

Valgeir Jónasson og Garðar Sverrisson gerðu athugasemd við framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Fundarstjóri ítrekaði að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar væri skv. 12 gr. laga ÖBÍ.

Þá var gengið til kosninga til stjórnar ÖBÍ. Var fyrirkomulag kosninganna útskýrt og kjörseðlum dreift. Greidd voru 126 atkvæði, gildir seðlar voru 123, tveir seðlar voru auðir og einn seðill var ógildur (fskj. nr. 18).

Þessi hlutu kosningu til setu í stjórn 2017-2019:

–       Svavar Kjarrval, Einhverfusamtökunum, 112 atkvæði

–       Elín Hoe Hinriksdóttir, ADHD samtökunum, 91 atkvæði

–       Sylviane Pétursson-Lecoultre, Geðhjálp, 80 atkvæði

–       Frímann Sigurnýasson, SÍBS, 64 atkvæði

Varamenn (12)

Fundarstjóri tilkynnti kosningu þriggja varamanna til eins ár, því þrír varamenn hlutu kosningu í stjórn og formennsku í málefnahópum. Fundarstjóri leitaði samþykkis fundarins fyrir því að kosning færi fram og var það samþykkt. Óskað var leynilegrar atkvæðagreiðslu og féllst fundarstjóri á það.

Þessi buðu sig fram: Þröstur Emilsson frá ADHD samtökunum (fskj. nr. 15e), Guðmundur Ingi Kristinsson frá Sjálfbjörg lsh (án fskj.), Gísli Helgason frá Blindravinafélagi Íslands (án fskj.) og Ólína Sveinsdóttir frá Parkinsonsamtökunum (fskj. nr. 13c). Frambjóðendur kynntu sig.

Þá var gengið til kosninga til stjórnar ÖBÍ. Var fyrirkomulag kosninganna útskýrt og kjörseðlum dreift. Greidd voru 126 atkvæði og einn seðill var ógildur (fskj. nr.18).

Þessi hlutu kosningu til setu sem varamenn í stjórn ÖBÍ 2017-2018:

–       Guðmundur Ingi Kristinsson, 92 atkvæði

–       Þröstur Emilsson, 90 atkvæði

–       Ólína Sveinsdóttir, 81 atkvæði

Aðrar kosningar til tveggja ára

Kjörnefnd (13)

Fundarstjóri kynnti kosningu í fimm manna kjörnefnd. Í framboði voru Albert Ingason frá Spoex (fskj. nr. 14a), Dagný Erna Lárusdóttir frá SÍBS (fskj. nr. 14b), Jón Þorkelsson frá Stómasamtökunum (fskj. nr. 14c), Sigurbjörg Ármannsdóttir frá MS félagi Íslands (fskj. nr. 14d) og Sigurður R. Sigurjónsson frá SÍBS (fskj. nr. 14e). Eitt framboð barst á fundinum, frá Gísla Helgasyni frá Blindravinafélaginu (án fskj.) Var framboð Gísla samþykkt með þorra atkvæða, gegn einu. Frambjóðendur kynntu sig.

Þá var gengið til kosningar til kjörnefndar ÖBÍ. Atkvæðagreiðsla var leynileg. Var fyrirkomulag kosninganna útskýrt og kjörseðlum dreift. Greidd voru 109 atkvæði og einn seðill var auður (fskj. nr. 18).

Þessi hlutu kosningu til setu í kjörnefnd ÖBÍ 2017-2019:

–       Sigurbjörg Ármannsdóttir, 104 atkvæði

–       Albert Ingason, 101 atkvæði

–       Dagný Erla Lárusdóttir, 99 atkvæði

–       Jón Þorkelsson, 99 atkvæði

–       Sigurður Rúnar Sigurjónsson, 91 atkvæði

Laganefnd (14)

Fundarstjóri kynnti kosningu í fimm manna laganefnd. Í framboði voru: Dóra Ingvadóttir frá Gigtarfélagi Íslands (fskj. nr. 15a), Guðný Linda Óladóttir frá Samtökum lungnasjúklinga (fskj. nr. 15b), Ingi Hans Ágústsson frá HIV Íslandi (fskj. nr. 15c), Svavar Kjarrval frá Einhverfusamtökunum (fskj. nr. 15d) og Þröstur Emilsson frá ADHD samtökunum (fskj. nr. 15e). Engin framboð bárust úr sal og þau því sjálfkjörin í laganefnd 2017-2019.

Skoðunarmenn reikninga og varamenn (15)

Fundarstjóri kynnti kosningu tveggja skoðunarmanna reikninga. Tvö voru framboði. þau Árni Sverrisson frá Alzheimersamtökunum á Íslandi  (fskj. nr. 16a) og Hrönn Petersen frá CCU samtökunum  (fskj. nr. 16b).  Engin framboð bárust á fundinum og þau því sjálfkjörin sem skoðunarmenn reikninga ÖBÍ.

Fundarstjóri kynnti kosningu tveggja varamanna skoðunarmanna reikninga. Tvö framboð höfðu borist innan tilskilins frests frá Bergþóru Bergsdóttur frá MS félagi Íslands (fskj. nr. 17a) og Ólafi R. Dýrmundssyni frá Stómasamtökum Íslands (fskj. nr. 17b). Framboð Bergþóru var ógilt og því kallað eftir framboðum á fundinum. Árni Heimir Ingimundarson frá Málbjörgu, Drífa Pálín Geirs frá ADHA samtökunum og Halldóra Alexandersdóttir frá Laufi, félagi flogaveikra, gáfu kost á sér.

Þá var gengið til kosninga. Var fyrirkomulag kosninganna útskýrt og kjörseðlum dreift. Greidd voru 100 atkvæði og einn seðill var auður. Þessi hlutu kosningu til setu sem varamenn skoðunarmanna reikninga ÖBÍ:

–       Árni Heimir Ingimundarson,(71 atkv.

–       Halldóra Alexandersdóttir, 61 atkv.

Lagabreytingar, aðildarumsóknir, ályktanir, önnur mál

Lagabreytingar

Teknar voru til afgreiðslu sjö tillögur til lagabreytinga sem borist höfðu laganefnd fyrir aðalfund.

Ingveldur Jónsdóttir, formaður laganefndar, gerði grein fyrir fjórum breytingartillögum frá laganefnd (fskj. nr. 20a). Ellen Calmon gerði grein fyrir breytingartillögum sínum (fskj. nr. 20b). Þá bauð fundarstjóri umræður.

Þröstur Emilsson, ADHD samtökunum, lagði fram dagskrártillögu um að lagabreytingartillögum Ellenar Calmon á greinum 18 og 19 yrði vísað til laganefndar (fskj. nr. 20c). Fundarstjóri bar tillögu Þrastar undir atkvæði. Var hún samþykkt með þorra atkvæða, einn sat hjá.

Emil Thóroddsen, Gigtarfélagi Íslands, lagði til að breytingartillögu Ellenar Calmon á 9. grein yrði vísað til laganefndar (fskj. nr. 20d). Fundarstjóri bar tillögun Emils undir atkvæði. Var hún samþykkt með þorra atkvæða, gegn einu atkvæði á móti og átta sem sátu hjá.

Gísli Helgason, Blindravinafélagi Íslands, lagði til að breytingartillögu við 10. grein laga bandalagsins yrði vísað aftur til laganefndar (fskj. nr. 20e). Fundarstjóri bar tillöguna upp til atkvæða. Tillagan var felld með þorra atkvæða gegn 10 og einn sat hjá.

 

Þá tók fundarstjóri lagabreytingartillögur frá laganefnd (fskj. nr. 20a) til afgreiðslu.

  1. Útstrikun úr 1. gr. Nafn, félagar og varnarþign.
    Tillaga var samþykkt samhljóða.
  2. Viðbót við 10. gr. Aðalfundarfulltrúar.

Hrannar Jónsson, Geðhjálp, lagði fram breytingartillögu við breytingartillögu laganefndar við 2. mgr. 10. gr. laganna (fskj. 20f). Lagði hann til innskot orðsins einstaka á milli gegnum og fjáraflanir, og að skipta út orðunum utan reglulegra félagsgjald fyrir og njóta ekki fulltra réttinda sem félagar. Setningin hljóði þá svona:

„þó skulu ekki teljast með þeir einstaklingar sem eingöngu styrkja félögin í gegnum einstaka fjáraflanir og njóta ekki fullra réttinda sem félagar.“

Var tillaga Hrannars borin upp til atkvæða og samþykkt með 50 atkvæðum gegn 37, sex sátu hjá.

Þá var tillaga laganefndar, með áorðnum breytingum, borin upp til atkvæða. Var tillagan samþykkt með 71 atkvæði gegn 19, tveir sátu hjá.

 

  1. Viðbót við 7. gr. Úrsögn.

Frímann Sigurnýasson, SÍBS, lagði til breytingu á tillögu laganefndar (fskj. nr. 20g), að skipta út síðari hluta tillögunnar, hefur félagið sjálfkrafa sagt sig úr bandalanginu, og setja í staðinn getur aðalfundur ÖBÍ vísað félaginu úr bandalaginu. Setningin hljóði þá svona:

„Hafi vanskil á gögnum varað í meira en fjögur ár samfellt getur aðalfundur ÖBÍ vísað félaginu úr bandalaginu.“

Var tillaga Frímanns borin upp til atkvæða og felld með 62 atkvæðum gegn 28, fjórir sátu hjá.

Þá var breytingartillaga laganefndar borin upp til atkvæða. Var tillagan samþykkt með tveimur þriðju hlutum greiddra atkvæða, tveir sátu hjá.

Síðari hluti tillögunnar, bráðabirgðaákvæði á 7. grein, var þá tekinn til atkvæða. Var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

Þá var 7. grein laganna í heild sinni, með áorðnum breytingum, borin upp til atkvæða og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu og fimm sátu hjá.

 

  1. Viðbót við tölulið 18 í 11. gr. Dagskrá aðalfundar.
    Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæða gegn einu og einn sat hjá.

Þá var 11. grein laganna í heild sinni, með áorðnum breytingum, borin upp til atkvæða og samþykkt, tveir sátu hjá.

 

Þá bar fundarstjóri lög ÖBÍ upp til atkvæða, svo breytt. Voru þau samþykkt samhljóða.

Aðildarumsóknir

Engar aðildarumsóknir bárust innan tilskilinns umsóknarfrests.

Ályktanir aðalfundar

Engar ályktanir bárust framkvæmdastjórn innan tilskilins frests, en sex ályktanir höfðu borist fyrir fundinn og fundarstjóri óskaði leyfis fundarins til að taka ályktanirnar fyrir. Var það samþykkt með þorra atkvæða gegn einu.

Gísli Helgason, Blindravinafélagi Íslands, gerði athugasemd við hversu seint ályktanir bárust fulltrúum og fór fram á að fundarstjóri læsi ályktanirnar upp fyrir fundinn. Fundarstjóri áréttaði við fulltrúa að ályktanir skuli berast fyrir tilskilinn frest og varð við beiðni um upplestur ályktana.

Ályktun aðalfundar ÖBÍ um aðgengiseftirlit (fskj. nr. 21).

Fundarstjóri las ályktunina og meðfylgjandi greinargerð. Fundarstjóri bauð umræður.

Fram komu tvær tillögur um breytingu á orðalagi og voru báðar samþykktar. Fundarstjóri bar þá ályktunina, með áorðnum breytingum, undir atkvæði. Ályktunin var samþykkt með þorra atkvæða gegn einu svohljóðandi:

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 20. – 21. október 2017, skorar á alla þingmenn sem munu taka sæti á Alþingi að loknum alþingiskosningum 28. október nk. að koma á aðgengiseftirliti. Þrátt fyrir að í lögum um mannvirki og byggingarreglugerð séu ákvæði um aðgengi fyrir alla og algilda hönnun er ekkert virkt eftirlit með því að þau ákvæði séu virt. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgiltur síðastliðið haust, en enn komast eigendur mannvirkja upp með að reisa og breyta byggingum án þess að virða aðgengiskröfur. Málefnahópur ÖBÍ um aðgengi vill að komið verið á aðgengiseftirliti um allt land. Því verði sinnt af slökkviliðum landsins sem þegar sinna eldvarnareftirliti í öllum sveitarfélögum. Það hefur verið staðfest við málefnahópinn að slökkviliðin geti sinnt aðgengiseftirliti samhliða öðrum verkefnum. Hægt sé að beita dagsektum ef aðgengisstöðlum sé ekki fylgt eftir.

Ályktun aðalfundar ÖBÍ um atvinnu- og menntamál (fskj. nr. 22).

Fundarstjóri las ályktunina og meðfylgjandi greinargerð. Fundarstjóri bauð umræður.

Fram komu þrjár tillögur um breytingu á orðalagi. Tvær voru felldar og ein samþykkt.

Fundarstjóri bar þá ályktunina, með áorðnum breytingum, undir atkvæði. Ályktunin var  samþykkt með þorra atkvæða gegn einu svohljóðandi:

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), haldinn 20. – 21. október 2017, skorar á alla þingmenn sem munu taka sæti á Alþingi að loknum alþingiskosningum 28. október nk. að:
• Auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu þannig að hlutastörf
við hæfi verði í boði.
• Innleiða hvatningakerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir til að ráða starfsfólk með skerta starfsgetu. Tryggt verði að viðeigandi hjálpartæki séu fyrir hendi.
• Stofna opinberan lánasjóð fyrir fatlað fólk og örorkulífeyrisþega til að fjármagna kostnað til atvinnuuppbyggingar sem gæti stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku þeirra.
• Jafna tækifæri fatlaðs fólks til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins.
• Auka námsframboð fyrir eldri nemendur með sérþarfir.

Ályktun aðalfundar ÖBÍ um heilbrigðismál (fskj. nr. 23).

Fundarstjóri las ályktunina og meðfylgjandi greinargerð. Fundarstjóri bauð umræður. Fram komu þrjár tillögur um breytingu á orðalagi, sem voru samþykktar. Fundarstjóri bar þá ályktunina, með áorðnum breytingum, undir atkvæði. Ályktunin var  samþykkt samhljóða svohljóðandi:

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 20. – 21. október 2017, skorar á alla þingmenn sem munu taka sæti á Alþingi að loknum alþingiskosningum 28. október nk. að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Stefna þarf að gjaldfrjálsri heilbrigðis- þjónustu, fyrst fyrir börn, langveika og öryrkja. Nú eru í gildi greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og fyrir heilbrigðisþjónustu, en sameiginleg greiðsluþök þeirra eru alltof há. Þau þarf að lækka hið fyrsta. Þar fyrir utan leggst margvíslegur annar kostnaður á sjúklinga. Þar má nefna sálfræðiþjónustu, ferðakostnað innanlands, tannlækna- þjónustu, tæknifrjóvganir og næringarráðgjöf sem þarf að setja undir greiðsluþak, og tryggja að gjaldskrár um endurgreiðslur vegna heilbrigðiskostnaðar, s.s. tannlækna- þjónustu, séu uppfærðar árlega m.t.t. launavísitölu og breytingu á vísitölu neysluverðs.

Ályktun aðalfundar ÖBÍ um kjaramál (fskj. nr. 24).

Fundarstjóri las ályktunina og meðfylgjandi greinargerð. Fundarstjóri bauð umræður. Fram komu þrjár tillögur um breytingu á orðalagi, voru allar samþykktar. Fundarstjóri bar þá ályktunina, með áorðnum breytingum, undir atkvæði. Ályktunin var samþykkt svohljóðandi:

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 20. – 21. október 2017, skorar á alla þingmenn sem munu taka sæti á Alþingi að loknum alþingiskosningum 28. október nk. að bæta kjör örorkulífeyrisþega með því að hafa áhrif á fjárlagagerð ríkisins fyrir árið 2018 með eftirfarandi hætti:

– Hækka óskertan lífeyri almannatrygginga í 390.000 kr. fyrir skatt (framfærslu- viðmið án heimilisuppbótar).

– Afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluppbótar með því að fella bótaflokkinn inn í tekjutrygginguna.

– Afnema tekjuskerðingar í almannatryggingakerfinu.

– Hækka persónuafslátt þannig að ekki verði greiddur skattur af tekjum undir 300.000 kr. á mánuði.

– Setja lög til að koma í veg fyrir víxlverkun skerðinga á milli greiðslna úr lífeyrissjóðum og úr almannatryggingakerfinu.

Ályktun aðalfundar ÖBÍ um notendastýrða persónulega aðstoð (fskj. nr. 25).

Fundarstjóri las ályktunina og meðfylgjandi greinargerð. Fundarstjóri bauð umræður. Engar umræður voru. Fundarstjóri bar ályktunina undir atkvæði. Ályktunin var samþykkt svohljóðandi:

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 20. – 21. október 2017, skorar á alla þingmenn sem munu taka sæti á Alþingi að loknum alþingiskosningum 28. október nk. að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir áramót, sbr. yfirlýsingu formanna allra flokka á Alþingi dags. 26. september 2017. Krafan felur í sér að þjónustuformið sé fellt inn í núgildandi lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk, og tryggt verði nægilegt fjármagn til að mæta þörf allra einstaklinga sem falla undir skilyrði umræddra laga.

Ályktun aðalfundar ÖBÍ um mannréttindavernd fatlaðs fólks (fskj. nr. 26).

Fundarstjóri las ályktunina og bauð umræður. Engar umræður voru. Fundarstjóri bar ályktunina undir atkvæð og var hún samþykkt svohljóðandi.

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), haldinn 20. – 21. október 2017, hvetur alla þingmenn sem munu taka sæti á Alþingi að loknum alþingiskosningum 28. október nk. að tryggja að staðið verði við þingsályktun frá 20. september 2016. Er þannig skorað á alþingismenn að tryggja að valkvæður viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur fyrir árslok 2017, í samræmi við þingsályktunina. Viðaukinn kveður á um kæruleið fyrir þá sem telja á sér brotið og er þannig mikilvægur þáttur í því að gæta þeirra réttinda sem tryggja á með samningnum. Þingsályktun frá 20. september 2016 er hér: http://www.althingi.is/altext/145/s/1693.html

Önnur mál

Fráfarandi formaður ÖBÍ, Ellen J. Calmon, ávarpaði fundinn. Þakkaði hún Þórnýju Björk Jakobsdóttur, Halldóri Sævari Guðbergssyni, Lilju Þorgeirsdóttur og öllu samstarfsfólki ÖBÍ fyrir frábært samstarf. Óskaði nýjum formanni velgengni. Þakkaði fundarstjórum störf sín.

Þá þökkuðu fundarstjórar fyrir sig og afhentu nýkjörnum formanni ÖBÍ, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, fundinn.

Fundarlok

Nýkjörinn formaður þakkaði góðan fund, starfsfólki fyrir störf sín, óskaði nýkjörnum fulltrúum til hamingju með embætti sín. Formaður þakkaði traustið.

Formaður sleit fundi kl. 16:36.

Fylgiskjöl:

1)        Dagskrá aðalfundar 20. og 21. október 2017

2)        Ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands 2016-2017

3)        Ársreikningur ÖBÍ 2016

4)        Ársreikningar fyrirtækja

a)    BRYNJA hússjóður Öryrkjabandalagsins

b)    Örtækni

c)    Hringsjá

d)    Fjölmennt

5)        Fulltrúar aðildarfélaga ÖBÍ á aðalfundi

6)        Framboð til stjórnar ÖBÍ – listi yfir frambjóðendur

7)        a) og b) Formaður ÖBÍ – kynning frambjóðenda

8)        Aðgengi – málefnahópur. Kynning framjóðanda

9)        Atvinnu- og menntamál – málefnahópur. Kynning framjóðanda

10)     Heilbrigðismál – málefnahópur. Kynning framjóðanda

11)     a) og b) Kjaramál – málefnahópur. Kynning framjóðenda

12)     Sjálfstætt líf – málefnahópur. Kynning framjóðanda

13)     a) til d) Stjórn ÖBÍ – kynning frambjóðenda

14)     a) til e) Kjörnefnd ÖBÍ – kynning frambjóðenda

15)     a) til e) Laganefndar ÖBÍ – kynning frambjóðenda

16)     a) og b) Skoðunarmenn reikninga ÖBÍ – kynning frambjóðenda

17)     a) og b) Varamenn skoðunarmanna reikninga ÖBÍ – kynning frambjóðenda

18)     Niðurstöður kosninga

19)     Lög Öryrkjabandalags Íslands, síðast breytt 2015

20)     a) til e) Lagabreytingartillögur

21)     Ályktun um aðgengi

22)     Ályktun um atvinnu- og menntamál

23)     Ályktun um heilbrigðismál

24)     Ályktun um kjaramál

25)     Ályktun um notendastýrða persónulega aðstoð

26)     Ályktun um mannréttindi fatlaðs fólks