Skip to main content
Frétt

Aðalfundur Vonarinnar – hagsmunasamtaka krabbameinsgreindra 24. september

By 14. ágúst 2013No Comments

Á fundinum verður tekin til síðari umræðu og afgreiðslu, tillaga um að leggja niður Vonina

Beiðni hefur komið til ÖBÍ um að eitt aðildarfélaga þess verði lagt niður, sjá auglýsingu stjórnar félagsins:

Aðalfundur Vonarinnar – hagsmunasamtaka krabbameinsgreindra, verður haldinn þriðjudaginn 24. september 2013.

Fundurinn verður í húsnæði Öryrkjabandalags Íslands, Hátúni 10b, í „kaffistofu“ á 1. hæð, og hefst klukkan 10.00.

Á fundinum verður tekin til síðari umræðu og afgreiðslu, tillaga um að leggja niður Vonina – hagsmunasamtök krabbameinsgreindra.

Einnig verður tekin til umræðu og afgreiðslu, tillaga um að segja félagið úr Öryrkjabandalagi Íslands.

Engin starfsemi hefur verið í félaginu síðustu misseri. Þrír af sex stjórnarmönnum eru látnir og enginn gefið sig fram til að halda starfseminni áfram.

Samkvæmt 12. grein laga Vonarinnar öðlast tillögur um að slíta félaginu eða sameina það öðru félagi, aðeins gildi ef þær eru ræddar og samþykktar á tveimur félagsfundum í röð, með ekki minna en eins mánaðar millibili og skal annar fundanna vera aðalfundur.

Tillaga um að slíta félaginu var rædd og samþykkt á félagsfundi Vonarinnar þriðjudaginn 13. ágúst. Jafnframt var samþykkt að vísa henni til endanlegrar afgreiðslu aðalfundar félagsins þriðjudaginn 24. september 2013.

Samkvæmt 12. grein laga Vonarinnar, renna eignir félagsins, ef einhverjar eru við slit þess, til Öryrkjabandalags Íslands.

Fyrir hönd stjórnar Vonarinnar

Þröstur Emilsson