Skip to main content
Frétt

Aðgengi að eldra húsnæði ábótavant.

By 4. janúar 2012No Comments
Sigurlaug Gísladóttir, réttindagæslumaður á Austurlandi, kallar eftir laga- og reglugerðabreytingum.

Í frétt RÚV 2.janúar sl. er sagt frá óaðgengilegu húsnæði Bókasafns Egilsstaða til fjölda ára. Ekkerthefur verið gert til að finna lausn á því máli þrátt fyrir óskir þar um.

Í núgildandi mannvirkjalögum verður að tryggja aðgengi fyrir alla en engin lög taka til eldri bygginga.

Þrátt fyrir að Ísland hafi verið meðal fyrstu þjóða að undirrita samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks í mars 2007, hefur sá samningur ekki verið lögfestur hér á landi enn.

Í samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er meðal annars talað um að gera skuli „viðeigandi aðlögun“ til að tryggja aðgengi enda sé hún ekki umfram það sem eðlilegt megi teljast eða of íþyngjandi.
Þessi ákvæði í samingi SÞ nýtast því ekki hér til að kalla eftir leiðréttinugum og að úr verði bætt.

Sigurlaug, réttindagæslumaður kallar eftir úrbótum á lögum sem fjalla um þessi mál í fréttinni.

Í fréttinni kemur raunar fram að vinna sé í gangi í velferðaráðuneytinu, því  í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að velferðarráðherra skuli leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun og tímasettar aðgerðir vegna lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks meðal annars vegna aðgengismála. Sú tillaga á að skilast til þings vorið 2012.

Frétt RÚV í heild.