Skip to main content
Frétt

Aðgengi að Vatnajökulsþjóðgarði

By 24. september 2010No Comments
Ferlinenfd ÖBÍ hefur fundað með fulltrúum Vatnajökulsþjóðgarðs um aðgengi fyrir alla og haf markmið verið sett.

Á fundi ferlinefndar ÖBÍ með stjónarmanni og fulltrúum frá ráðgjafafyrirtækinu Alta ehf, varð samkomulag meðal annars um neðangreindan texta;

Úr kafla um markmið:

Að fötluðum sé tryggt aðgengi að ákveðnum svæðum þjóðgarðsins
Það er markmið þjóðgarðsins að tryggja aðgengi fyrir alla að öllum helstu svæðum og þjónustu sem ætluð er almenningi innan þjóðgarðsins.

Að því verður unnið með því að:

  • tryggja aðgengi mismunandi hópa fatlaðra, s.s. hreyfihamlaðra, blindra, sjónskertra og heyrnarlausra
  • tryggja aðgengi allra að helstu náttúruperlum innan þjóðgarðsins, til dæmis með gerð aðgengilegra göngustíga þar sem því verður við komið
  • bjóða fötluðum afnot af tækjum sem nýtast til að komast um þjóðgarðinn á stöðum þar sem fullt aðgengi næst ekki, til dæmis vegna aðstæðna í landslagi
  • setja upplýsingar um aðgengi og aðra þjónustu þjóðgarðsins fram með viðurkenndum og samræmdum hætti, þannig að aðgengilegt sé öllum hópum fatlaðra.

Úr kafla um samgöngur:

9.3.6 Aðgengi fatlaðra

Nauðsynlegt er að tryggja gott aðgengi fatlaðra að þjónustu á helstu þjónustusvæðum og að valdar gönguleiðir séu færar fötluðum, til dæmis í hjólastól. Upplýsingum um aðgengi fatlaðra verði miðlað á greinargóðan hátt og í samræmi við viðurkennd flokkunarviðmið.