Skip to main content
Frétt

Aðgerðir stjórnvalda í kjaramálum öryrkja – jákvætt skref!

By 20. júlí 2006No Comments
Þetta er tvímælalaust jákvætt skref, segir Sigursteinn Másson formaður ÖBÍ um aðgerðir stjórnvalda í kjaramálum öryrkja í samræmi við samkomulag ASÍ, samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda, og nú Landssambands eldri borgara og ríkisstjórnarinnar.

Sigursteinn segir að mestu máli skipti að þeir sem verst eru settir og hafa engar eða litlar tekjur umfram greiðslur frá Tryggingastofnun fái mestu krónutöluhækkanirnar. Einnig sé þýðingarmikið að skerðingarhlutfallið verði nú lækkað. Hér er um að ræða fyrsta skrefið til einföldunar á almannatryggingakerfinu sem við höfum kallað eftir og munum vinna áfram að á þverpólitískum vettvangi í haust.

Tekjutryggingin og tekjutryggingarauki eru sett í einn flokk frá áramótum. Sömuleiðis er tekið skref í rétta átt með minni áhrifum tekjutenginga en hingað til, segir Sigursteinn. Hann segir að ÖBÍ hefði að sjálfsögðu viljað sjá meiri hækkanir grunn lífeyristekna og enn meiri lækkun á skerðingarhlutfalli en að um jákvætt skref sé að ræða sem endurspegli nýjan skilning á nauðsyn breytinga á fyrirkomulagi almannatrygginga, tekjutengingum og skerðingum bótagreiðslna.

Sjá nánar um samkomulag Landssambands eldri borgara og ríkisstjórnarinnar á mbl.is