Skip to main content
Frétt

Áfangaskýrsla velferðarvaktarinnar

By 8. júlí 2011No Comments
ítarleg áfangaskýrsla velferðarvaktarinnar gefin út í júní 2011

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að heimilum sem eru undir lágtekjumörkum hafi fjölgað á síðastliðnum áratug og heimili einstæðra foreldra þar í áhættu gagnvart fátækt. Allt frá 2004 hafa um 10% barna, það eru um 7.800 börn, búið við aðstæður þar sem tekjur eru undir lágtekjumörkum. Um 10.000 börn eigi annað foreldri sem eru í atvinnuleit og 450 börn eigi báða foreldrar í atvinnuleit.

Velferðarvaktin hefur sent öllum grunnskólum, heilsugæslum og barnaverndarnefndum landsins bréf með fyrirspurnum um líðan barna eftir efnhagshrunið. Þar sem ábendingar hafa borist um aukna erfiðleika sumra fjölskyldna. Bréfin  voru send út í mars, unnið er nú að úrvinnslu svara og niðurstaða að vænta í september.

Ungmenni 16-25 ára

Könnun meðal ungmenna 16-25 ára sýndi erfiða stöðu þeirra sem ekki voru í námi og voru atvinnulausir, eftir því sem gleggst varð komist að er þar um það bil 1500 einstaklinga að ræða, og að skipti geti sköpum að ná til þess hóps með fjölbreyttara starfsnámi og starfsþjálfunar.

Fjölgun öryrkja minni en staða margra erfið

Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað minna en búist var við, þrátt fyrir svonefnt aukið nýgengi. Talið er að fjölbreyttari úrræði í fromi starfsendurhæfingar og virkni spili þar inn í. Efnahagur margra öryrkjar er þó sagður bágur og kemur fram að þeir sem hafa börn á framfæri séu verst staddir. Kostnaður vegna lyfja og heilbrigðisþjónustu hefur aukist verulega.

Langtimaatvinnuleysi

Í skýrslunni kemur fram að versta afleiðing kreppunnar sé atvinnuleysið og um 5.000 manns hafi verið atvinnylausir lengur en 1 ár eða um þriðjungur þierra sem eru á atvinnleysisskrá.  Langtímaatvinnuleysi var nær óþekkt fyrir kreppu. Í maí mánuði 2011 voru 7,4%karla og 7,7% kvenna án atvinnu. Yfir helmingur atvinnulausra er eingöngu með grunnskólapróf og er bent á mikilvægi fjölbreyttra starfs- og endurmenntunarúrræða fyrir þann hóp.

Framlag ríkisins til vinnumarkaðsúrræða hefur verið aukið úr um 200 milljónum árið 2008 í einn milljarð árið 2010. Námstækifæri hafa verið aukin og ráðgert er að efla vinnustaðanámssjóði á árunum 2012-14.

Velferðarvaktin hefur samið við Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands um að greina stöðu mála á Íslandi og setja hana í alþjóðlegt samhengi. Vinna á úttektir og kannanir á næstu mánuðum og eru þær tilgreindar nánar í skýrslunni. Unnið verður út frá gögnum 2002, 2005 og 2010.

Fulltrúi ÖBÍ í velferðarvaktinni hefur verið Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi ÖBÍ.

Skýrslan á heimasíðu Velferðarráðuneytisins