Skip to main content
Frétt

Afslættir 10, 15 og 20 prósent

By 7. febrúar 2012No Comments

Sjávarhöllin, býður 10% afslátt á öllum fiski til lífeyrisþega og fría heimsendingu

Sjávarhöllin, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík, býður lífeyrisþegum (öryrkjum og eldri borgurum) á höfuðborgarsvæðinu upp á fría heimsendingu á þriðjudögum og föstudögum ef verslað er fyrir 2.500 krónur eða meira. Einng veitir hann sama hópi 10% afslátt af öllum fiski.  Panta þarf fyrir kl. 15.00 á dagin í síma 775-6566 eða á netfangið sjavarhöllin@simnet.is

Í viðtali við fisksalan Harald Sólmundarson í Hverfisblaðinu segir hann meðal annars; “ Við heyrðum það í fréttum á milli jóla og nýárs að gamla fólkið og öryrkjar kæmust varla út úr húsi vegna hálku. Okkur datt þá í hug að bjóða þeim sem ekki komast til okkar af þá sent heim.“

Cubic bifreiðaverkstæði ehf, veitir 15% afslátt af útseldri verkstæðisvinnu

Cubic Bifreiðaverkstæði ehf

, Stapahrauni 12, 220 Hafnarfirði, sími 587-5500, býður öryrkjum upp á 15% afslátt af útseldri verkstæðisvinnu gegn framvísun örorkuskírteinis.Gyldir einnig til forráðamanna barna sem eru á örorku. Einnig verður viðkomandi að vera skráður eigandi bifreiðar eða þess tækis sem við á.

Verkstæðið er með allar almennar viðgerðir á bílum, fjórhjólum og mótorhjólum. Boðið er upp á föst verð í ýmsar viðgerðir t.d., tímareimaskipti, kúplingsskipti, bremsuviðgerðir, spindla og stýrisenda skipti ofl.

Bón- og þvottastöðin, veitir öryrkjum 20% afslátt á bílaþvotti 

Bón- og þvottastöðin, Grjóthálsi 10, 110 Reykjavík, sími 588-1010, veitir öryrkjum 20% afslátt á bílaþvotti, gegn framvísun örorkuskírteinis. Stöðin er eina þvottastöð sinnar tegundar á Íslandi sem er algjörlega bursta og kústalaus. Allir bílar eru háþrýstiþvegnir, handþvegnir með sápu og tjöruhreinsi, bónaðir með bóni frá Sonax og loks þurrkaðir, allt á 6-7 mín. Þessi aðferð fer einkar vel með lakk bíla.

Margir kannast við Bón- og þvottastöina frá því að hún var í Sóltúni, nú hefur hún sem sagt opnað að nýju á ofangreindum stað.

Tengill á fleiri afslætti.