Skip to main content
Frétt

Afsláttarkort heilbrigðisþjónustu nú allstaðar rafrænt

By 3. mars 2014No Comments
Sjúkratryggingar Íslands mun alfarið hætta útgáfu afsláttarkorta á pappír frá og með 3. mars.2014

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa undanfarin ár sent afsláttarkort heim til sjúkratryggðra einstaklinga sem sérstaklega hafa óskað eftir því. Frá og með 1. mars 2014 munu SÍ alfarið hætta þessum sendingum.

Allir læknar, læknastofur og heilbrigðisstofnanir hafa nú möguleika á að fletta upp stöðu sjúklings í Gagnagátt (mínum síðum heilbrigðisstarfsfólks á sjukra.is) eða í sínum tölvukerfum og kanna hvort sjúkratryggðir hafi rétt til afsláttar. Ekki er því lengur þörf á að framvísa afsláttarkortinu.

Hver er þín staða?

Ef þu vilt vita þína stöðu varðandi afsláttarkortið, kíktu þá í réttindagáttina sjá SÍ.

Slóð á leiðbeiningar um hvernig það er gert.