Skip to main content
Frétt

Afsláttur veittur á fráveitugjöld hjá Reykjavíkurborg

By 23. febrúar 2011No Comments

Borgarráð hefur samþykkt afslátt á fráveitugjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2011.

Samkvæmt bráðabirgðatölum fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar munu 4.167 einstaklingar eiga rétt á þessum afslætti. Tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteignasköttum og fráveitugjöldum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega .:

100% lækkun

Einstaklingar með tekjur allt að kr. 2.460.000
Hjón með tekjur allt að kr. 3.440.000

80% lækkun

Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 2.460.000 til kr. 2.830.000
Hjón með tekjur á bilinu kr. 3.440.000 til kr. 3.840.000

50% lækkun

Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 2.830.000 til kr. 3.290.000

Hjón með tekjur á bilinu kr. 3.840.000 til kr. 4.580.000

Skilyrði til lækkunar eru að:

  • Viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi
  • Viðkomandi eigi lögheimili í eigninni
  • Viðkomandi sé þinglýstur eigandi að eigninni
  • Viðkomandi geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignaskatt.
  • Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur nú þegar hafið undirbúning á framkvæmd þessarar samþykktar borgarráðs.


Fréttina í heild má finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar á vefsafn.is