Skip to main content
Frétt

Áherlsur ÖBÍ vegna fjárlagagerðar og væntanlegra kjarasamninga

By 26. september 2007No Comments
Þriðjudaginn 25. september sl. hélt ÖBÍ blaðamannafund þar sem Sigursteinn Másson, formaður kynnti áherslur ÖBÍ vegna fjárlagagerðar og í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Helstu áherslur ÖBÍ eru að grunnlífeyrir (örorkulífeyrir) verði tvöfaldaður frá því sem nú er, en hann er í dag kr. 24.831 á mánuði. ÖBÍ vill að grunnlífeyririnn verði hækkaður upp í kr. 50.000 frá og með áramótum. Samanlagður grunnlífeyrir og tekjutrygging nemur í dag kr. 104.000 krónum en mundi eftir hækkun nema kr. 130.000. Þá er lögð áhersla á að skattleysismörk verði hækkuð upp í kr. 140.000 og að frítekjumark verði hækkað úr kr. 300.000 í kr. 900.000. Að lokum leggur ÖBÍ áherslu á að heilbrigðisþjónusta verði notendum að kostnaðarlausu. Nánar í áherslur ÖBÍ (word-skjal 659kb.)