Skip to main content
Frétt

Ákall um nýja þýðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um rétt fatlaðra

By 16. september 2010No Comments
Ályktun aðalstjórnar ÖBÍ 8. september 2010.

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands hvetur stjórnvöld til þess að tryggja það að þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði tekinn til endurskoðunar. Að því verki komi samtök fatlaðra, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands og mannréttindalögfræðingar Háskóla Íslands.

Ályktunin hefur verið send stjórnvöldum og með hennig fylgdi eftirfarandi greinargerð:
Allt frá fyrstu drögum að þýðingu á Samningnum hefur komið fram hörð gagnrýni á þýðinguna. Spurningin er um skýrara orðalag og rétta hugtakanotkun.

Hvort heldur sem samningurinn verður fullgiltur, eins og til stóð eða lögfestur eins og nú er talað um er mikilvægt að notuð séu rétt hugtök og það sé skýrt hvað við er átt út frá þeirri nýju hugsun sem samningurinn gerir ráð fyrir.

Fundurinn vill auk þess vekja athygli á að enn er ekki farið að innleiða tilskipun Evrópusambandsins sem bannar mismunun á vinnumarkaði á grundvelli fötlunar meðal annars. Ísland er þannig orðið eina Evrópulandið þar sem vinnuveitendum leyfist að mismuna fólki á grundvelli fötlunar.