Skip to main content
Frétt

Aldurstengd örorkuuppbót er í dag ónýtur bótaflokkur

By 23. febrúar 2012No Comments
sagði Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ viðtali í 10 fréttum sjónvarps

Í viðtalinum kom fram að séstök framfærslu uppbót hafi eyðilagt meira en að bæta suma bótaflokka almanatryggina. Einnig skerði framfærsluuppbótin aðrar skattlagðar tekjur sem öryrkjar fá krónu á móti krónu allt upp að 70-80 þúsundum króna, fer eftir samsetningu teknanna og öryrkinn er jafn illa stæður fjárhagslega.

Guðmundur tók líka sem dæmi bótaflokkin aldurstengda örorkuuppbót. Sá flokkur var hugsaður til að hjálpa þeim sem metnir eru á 75% örorku, mjög ungir og áttu lítinn eða engan rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum. Með svonefndri framfærsluuppbót hefur sá flokkur verið eyðilagður algjörlega. Einstaklingurinn nýtur ekki aldurstengdu uppbótarinnar lengur þar sem hann fellur inn í framfærsluuppbótina.

Fréttin í heild, (ath. 3 frétt þar sem fréttirnar eru ekki aðgreindar hjá RÚV)