Skip to main content
Frétt

Almannaheill, samtök þriðja geirans, kallar á fleiri félög

By 5. maí 2014No Comments
Almannaheill – samtök þriðja geirans – stendur nú í átaki til að vekja athygli á starfi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliðastarfi. Sýnileiki frjálsra félagasamtaka er hagsmunaatriði allra sem eiga aðild að Almannaheillum.

Almannaheill voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum frjálsra félagasamtaka sem starfa í almannaþágu og að vera málsvari þeirra gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá eru samtökin að vinna að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn.

Tilgangur félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, skapa þessum aðilum hagfellt starfsumhverfi, styrkja ímynd þeirra og efla stöðu þeirra í samfélaginu. Að vera málsvari almannaheillasamtaka gagnvart opinberum aðilum og samfélaginu, stuðla að umræðu um hagsmunamál meðal almannaheillasamtaka og á opinberum vettvangi, og þrýsta á aðgerðir stjórnvalda í málefnum þeirra.

Samtökin vinna nú að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka.

Aðilar að Almannaheillum eru:
Öryrkjabandalag Íslands * Blindrafélagið * Bandalag íslenskra skáta * Geðhjálp * Gróður fyrir fólk * Heimili og skóli *Hjartavernd* Hjálparstarf kirkjunnar * Krabbameinsfélagið * Vinir Vatnajökuls * Kvenréttindafélag Íslands *  Landvernd *  Neytendasamtökin * Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna * Umhyggja * Ungmennafélag Íslands * Þroskahjálp * Öryrkjabandalag Íslands * Samtök fjárfesta