Skip to main content
Frétt

Álögur sjúklinga hækka vegna komu- og umsýslugjalds.

By 5. mars 2012No Comments
 Afsláttarkort  gilda ekki til niðurgreiðslu þessa gjalds, sjá
sjónvarpsfrétt um málið.

Líkt og fram hefur komið í fréttum á heimasíðu, hefur ÖBÍ borist töluvert af ábendingum um sérstakt komu- umsýslugjald sem ekki fáist niðurgreitt þó framvísað sé aflsáttarkorti. Dæmi eru um að slíkt gjald sé allt upp í 3.500 krónur sem leggst ofan á hlut sjúklings á svokallað sérfræðigjald.

Að sögn Steingríms Ara Arasonar, hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), niðurgreiðir ríkið eingöngu samkvæmt samningi þeim sem var í gildi við sérfræðilækna fyrir um ári síðan. Nýir samningar hafa ekki náðst á milli SÍ og læknanna og að nú hafi flestir sérfræðilæknar tekið upp þetta viðbótargjald.

Á meðan ekki nást samningar bitnar þessi viðbótarkostnaður alfarið á sjúklingnum sjálfum.

Frétt RÚV –sjónvarps í heild.