Skip to main content
Frétt

Alþingi óskar umsagna frá ÖBÍ

By 18. mars 2010No Comments
varðandi frumvörp til laga um skipulagsmál, mannvirki og brunavarnir.

Til ÖBÍ hafa borist 3 frumvörp sem lögð hafa verið fram á Alþingi nýverið og tengjast byggingum og landnotkun og þar með aðgengismálum fatlaðra. Því er brýnt að frumvörpin séu yfirfarin og umsagnir berist Alþingi fyrir 26. mars nk.  Vinna að umsögn er hafin á skrifstofu ÖBÍ. Frumvörpin eru eftirfarandi (ath. þingskjölin opnast inn á heimasíðu alþingis):

Fulltrúar aðildarfélaga ÖBÍ eru hvattir til að kynna sér frumvörpin, sem og aðrir áhugamenn um málaflokkin og senda ábendingar til Guðríðar Ólafsdóttur, starfsmanns ferlinefndar ÖBÍ eða Guðmundar Magnússonar formanns ÖBÍ fyrir 24. mars næstkomandi.