Skip to main content
Frétt

Alþingi sammála um að koma skuli á NPA

By 8. júní 2010No Comments
félags- og tryggingamálaráðherra er þar með falið að koma á fót notendastýrðri persónulegri aðstoð, með setningu laga á haustþingi 2010. 

Fyrr í dag var samþykkt samhljóða á Alþingi ályktun um að fela félags- og tryggingamálaráðherra að koma á fót notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) við fatlað fólk á Íslandi með það að markmiði að fatlað fólk geti almennt notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk. Ráðherra leggi fram tillögu að útfærslu á þjónustunni ásamt frumvarpi til nauðsynlegra lagabreytinga á haustþingi 2010.

Ályktunin var samþykkt samhljóða.

Tillagan í heild (á vef Alþingis)

Umræðan á Alþing við afgreiðslu ályktunarinnar (opnast á vef Alþingis)