Skip to main content
Frétt

Alþjóðleg ráðstefna um réttindi fatlaðra í september.

By 9. maí 2007No Comments
Háskólinn í Reykjavík og Mannréttindaskrifstofa Íslands vinna nú að undirbúningi ráðstefnu í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp, sem haldin verður dagana 27. og 28. september næst komandi í Háskóla Reykjavíkur. Ráðstefnan ber titilinn: The Human Rights of Persons with Disabilities – from Social Policy to Equal Rights, eða á íslensku, Mannréttindi fatlaðra – frá félagslegri stefnu til jafnréttis.

Þann 30. mars síðastliðinn undirrituðu fulltrúar stjórnvalda áttatíu og sex ríkja, þar á meðal Íslands, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Stjórnvöld hér stefna á að fullgilda sáttmálann sem fyrst.

Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um sáttmála SÞ og skoða mikilvægi aðlögunar laga hvers lands að evrópskum og alþjóðlegum sáttmálum, sem eru lykilatriði í mannréttindalögum 21. aldarinnar.

Fjöldi áhugaverðra fyrilestra verður í boði og er ráðstefnan ekki síst ætluð háskólafólki, háskólanemum og fagfólki á ýmsum sviðum laga, félags-, stjórnmála- og fötlunarfræða. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráning er á heimasíðu Háskóla Reykjavíkur. slóðin er: www.disabilityrights.is