Skip to main content
Frétt

Alvarleg gagnrýni í umsögn við frumvarp um SRFF

By 7. maí 2015No Comments

Sjá viðtal við Eirík Karl, verkefnastjóra hjá Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands um umsögn þeirra við frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til undirbúnings fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).

Í viðtali Samfélagsins

við Eirík Karl kemur meðal annars fram að bersýnilega þurfi að breyta skilgreiningu á hugtakinu fötlun, bæði í frumvarpinu og lögum íslenska lagasafnsins. Skilgreiningin ætti að vera félagsleg fremur en læknisfræðileg, til að ganga ekki gegn inntaki samnings Sameinuðu þjóðanna. „Þegar við sjáum hversu grunnt, jafnvel illa unnin þessi undirbúningsvinna er greinilega, þegar svona grundvallaratriði eru misskilin, þá vekur það spurningar og áhyggjur um vilja til að staðfesta þennan sáttmála með fullri alvöru.“

Einnig kemur þarna fram að samningurinn sé sérstakur fyrir það hve ríka aðkomu fatlað fólk hafði að gerð hans. Þar vísar Eiríkur Karl til fjórðu greinar samningsins þar sem kveðið er á um slíkt samráð í innleiðingu samningsins.
Í umsögn Rannsóknasetursins er fast kveðið að orði um þetta atriði, það víðtæka samráð sem nefnt er í greinargerð með frumvarpinu sé ekki til staðar.