Skip to main content
Frétt

Ályktanir frá aðalfundi ÖBÍ 4. október 2014

By 4. október 2014No Comments

Á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands sem haldinn var í dag 4. október 2014, var kosið  í eftirtalin embætti til framkvæmdastjórnar ÖBÍ:

  • Varaformaður ÖBí: Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu.
  • Ritari: Erna Arngrímsdóttir,  SPOEX.
  • Meðstjórnandi: Emil Thóroddsen, Gigtarfélagi Íslands.
  • Þrír varamenn: Hjördís Anna Haraldsdóttir, Félagi heynrarlausra,
  • Karl Þorsteinsson: Ás styrktarfélagi og Ægir Lúðvíksson, MND félaginu á Íslandi.

Gísli og María fulltrúar frá BlindrafélaginuÁlyktanir aðalfundar ÖBÍ 2014 

Fjórar ályktanir voru samþykktar á aðalfundinum um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF),  Almannatryggingar, Heilbrigðiskerfið og um Tryggingastofnun ríkisins og réttindi þeirra öryrkja sem hafa verið hlunnfarnir á grundvelli ólögmætra vinnubragða stofnunarinnar.

1. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF)

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að Alþingi lögfesti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2014.

Pallborð á aðalfundi ÖBÍ 20142. Almannatryggingar – Matarskattur

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á ríkisstjórnina að falla frá hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts frá 7% í 12%, svo sem er varðar matvæli, eins og fram kemur í frumvarpi að fjárlögum fyrir árið 2015. Verði ríkisstjórnin ekki við því skorum við á Alþingi að hafna fyrirhugaðri hækkun. Einnig verði stigið fyrsta skrefið í átt að bættum kjörum örorkulífeyrisþega með hækkun grunnlífeyris um kr. 25.000 fyrir janúarlok 2015 og sem fyrst náist fram leiðrétting á kjörum frá 2009, en til þess þarf 25-30% hækkun.

3.  Heilbrigðiskerfið

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnvöld að falla frá þeim hækkunum og auknu greiðsluálögum á sjúklinga og öryrkja sem boðaðar hafa verið í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 ásamt því að veita ÖBÍ aðkomu að nefnd um greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Einnig fer ÖBÍ fram á að virðisaukaskattur á lyfjum og hjálpartækjum verði felldur niður.

Haldór Sævar og Sveinn Guðmundsson4. Tryggingastofnun ríkisins og réttindi þeirra öryrkja sem hafa verið hlunnfarnir á grundvelli ólögmætra vinnubragða stofnunarinnar 

Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að Tryggingastofnun ríkisins og velferðarráðherra sjái til þess að réttindi þeirra öryrkja sem hafa verið hlunnfarnir á grundvelli ólögmætra vinnubragða Tryggingastofnunar við meðferð á bótarétti aftur í tímann verði leiðrétt tafarlaust.

Viðbrögð Tryggingastofnunar vegna álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 7851/2014 eru ólíðandi enda ljóst að stofnunin ætlar hvorki að breyta verklagi sínu né hafa frumkvæði að því að leiðrétta mál einstaklinga.

Einar og BjörkÞá krefst Öryrkjabandalagið þess að þessum málum verði komið í lögmætan farveg til framtíðar nú þegar.

Aðalfundi var frestað og boðað er  til framhaldsaðalfundar þar sem tekin verða fyrir dagskrárliðir um nýtt skipulag ÖBÍ og tillögur að nýjum lögum því tengdu. Nánari upplýsingar veitir Ellen Calmon í gsm: 694 7864