Skip to main content
Frétt

Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands 19. október 2005

By 3. janúar 2006No Comments
Um sameiningu Sjónstöðvar Íslands og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnvöld að fresta fyrirhugaðri sameiningu Sjónstöðvar Íslands og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.

Ofangreindar stofnanir þjóna einstaklingum með afar ólíkar fatlanir og lítið sameiginlegt þegar kemur að meðferð og úrræðum. Við sameiningu slíkra stofnana verður því að gæta þess sérstaklega vel að þjónustan skerðist ekki heldur verði sameiningin til hagsbóta fyrir alla skjólstæðinga stofnunarinnar. Til að svo geti orðið er algjörlega nauðsynlegt að fulltrúar þeirra sem nýta munu þjónustu fyrirhugaðrar stofnunar taki fullan þátt í undirbúningnum og að á þá verði hlustað.

ÖBÍ skorar því á hlutaðeigandi stjórnvöld að fresta fyrirhugaðri sameiningu og kalla nú þegar fulltrúa skjólstæðinga nýrrar stofnunar að undirbúningnum. Einungis þannig er líklegt að almenn sátt verði um framtíðar fyrirkomulag þessarar þjónustu.

Öryrkjabandalag Íslands