Skip to main content
Frétt

Ályktun aðalstjórnar ÖBÍ

By 22. ágúst 2013No Comments

Í ályktuninn eru stjórnvöld hvött til að draga til baka allar þær skerðingar og auknu tekjutengingar sem orðið hafa á bótum öryrkja, en samkvæmt skýrslu Talnakönnunar hf, hafa lægstu laun hækkað tvöfalt á við bætur öryrkja.

Ályktun Öryrkjabandalags Ísland

Fundur aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 22. ágúst 2013, hvetur stjórnvöld til að draga til baka allar þær skerðingar og auknu tekjutengingar sem gerðar voru á kjörum lífeyrisþega 1. júlí 2009 og gera það afturvirkt eins og stjórnarflokkarnir lofuðu í aðdraganda kosninga.

Eins og fram kemur í skýrslu Talnakönnunar hf. um þróun bóta TR til öryrkja 2008-2013 hafa bætur almannatrygginga ekki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn gríðarlegur. Bilið er stöðugt að breikka og er nú svo komið að lægstu laun hafa hækkað nær tvöfalt á við bætur öryrkja. Þá hafa ýmis tekjuviðmið verið fryst sem eykur bilið enn frekar.

Aðgerða er þörf og það strax. 

Ekkert um okkur án okkar!


Skýrsla Talnakönnunar hf – Þróun bóta TR til öryrkja 2008-13. Samanburður við helstu visitölur.