Skip to main content
Frétt

Ályktun aðalstjórnar ÖBÍ 21. september 2006

By 22. september 2006No Comments
Á fundi aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands í gær var fjallað um ákvörðun lífeyrissjóðanna um að skerða eða fella niður örorkulífeyrisgreiðslur hjá 2300 lífeyrisþegum. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun samhljóða:

Ályktun aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands 21. september 2006

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnir þeirra lífeyrissjóða sem ákveðið hafa að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja að hverfa frá þeirri framkvæmd.

Komi ákvörðun lífeyrissjóðanna til framkvæmda mun það valda keðjuverkandi tekjurýrnun margra öryrkja næstu þrjú ár. Við það verður ekki unað og mun sjóðunum verða stefnt fyrir dómstóla ef ákvörðun þessari verður ekki breytt fyrir 1. október nk.

Öryrkjabandalag Íslands lýsir fullri ábyrgð á hendur ASÍ, Sjómannasambandinu, Starfsgreinasambandinu og Samtökum atvinnulífsins.