Skip to main content
Frétt

Ályktun aðalstjórnar ÖBÍ 7. október 2010

By 12. október 2010No Comments
Í ályktuninni er áframhaldandi skerðingum á kjörum öryrkja sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2011 mótmælt harðlega. 

Ályktun aðalstjórnar ÖBÍ 7. október 2010

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir harðlega áframhaldandi skerðingum á kjörum öryrkja, sem fram koma í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011.

Ljóst er að ekki á að fara að lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, sem tryggja eiga lífeyrisþegum hækkanir samkvæmt verðlagsviðmiðum. Lífeyrisgreiðslur þurfa að hækka um fimmtung til að halda í við verðlag.

Staða öryrkja er grafalvarleg. Fólk nær ekki að framfleyta sér á núverandi bótum, á sama tíma og útgjöld hafa aukist, ekki síst í heilbrigðiskerfinu.

Aðalstjórn ÖBÍ mótmælir jafnframt fyrirhuguðum niðurskurði í öðrum hagsmunamálum fatlaðra, en slíkur niðurskurður á þjónustu er skerðing á mannréttindum samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum.

Hér er aftur vegið að þeim er hafa verið látnir greiða niður skuldir ríkisins af launum sem eru að stærstum hluta langt undir fátæktarmörkum.

Greinilegt er að stjórnvöld skortir heildarsýn og skilning á aðstæðum öryrkja.