Skip to main content
Frétt

Ályktun Ferlinefndar ÖBÍ 

By 23. ágúst 2013No Comments

Þar sem skorað er á stjórnvöld að breyta ekki nýjum mannvirkjalögum og/eða byggingareglugerð.

Á fundi Ferlinefndar Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) sem haldinn var 22. ágúst 2013 var eftirfarandi ályktun samþykkt um algilda hönnun.

Ályktun Ferlinefndar ÖBÍ

Ferlinefnd ÖBÍ skorar á stjórnvöld að fara ekki út í vanhugsaðar breytingar á nýjum mannvirkjalögum og/eða byggingareglugerð.

Með gildistöku nýrra laga og reglugerðar um mannvirki hefur verið stigið stórt skref í átt að aðgengi allra að samfélaginu.

Umfjöllunin í fjölmiðlum undanfarið hefur gefið til kynna að fara eigi aftur til aðskilnaðarstefnu og byggja sérstakar byggingar fyrir fatlað fólk. Þessu mótmælir Ferlinefnd ÖBÍ eindregið. Einnig viljum við benda á að umræða um kostnaðarauka við algilda hönnun er villandi og margsinnis hefur verið sýnt fram á að hún sé óveruleg.  Algild hönnun er hagkvæm til framtíðar og fötlun fer ekki í manngreinaálit. Hver sem er getur lent í því að fatlast einhverntíma á ævinni, tímabundið eða varanlega.  Mikilvægt er að hafa í huga að fatlað fólk er í öllum stéttum þjóðfélagsins, þar á meðal eru námsmenn og fyrstu íbúða kaupendur og væri það andstætt helstu markmiðum mannréttinda að útiloka fatlað fólk frá því að sitja við sama borð og aðrir.

Við mótmælum þeirri hugmyndafræði að ávallt þurfi sérlausnir fyrir fatlað fólk. Sú tíð er liðin!

Ekkert um okkur án okkar!

Reykjavík 22. ágúst 2013.