Skip to main content
Frétt

Ályktun fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Öryrkjabandalags Íslands, þann 9. febrúar 2006

By 13. febrúar 2006No Comments
Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma á fundi formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Öryrkjabandalags Íslands, þann 9. febrúar 2006.

„Fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Öryrkjabandalags Íslands fagnar áætlunum um átak til bættrar heilbrigðisþjónustu en fer fram á að heildarsamtök fatlaðra, sjúkra og aldraðra komi hið allra fyrsta að málinu. Fundurinn leggur á það áherslu að allir kostir séu gaumgæfilega skoðaðir varðandi hátæknisjúkrahús með fulltrúum notenda þjónustunnar. Mestu máli skiptir að komið sé til móts við brýnustu þarfir fatlaðra, sjúkra og aldraðra um leið og vandað er vel til uppbyggingar sjúkrahússþjónustu.“

Reykjavík, 9. febrúar 2006, Öryrkjabandalag Íslands