Skip to main content
Frétt

Ályktun fundar norræna gigtarráðsins

By 12. nóvember 2010No Comments
sem haldin var í október 2010, bendir á mikilvægi snemmgreiningar gigtarsjúkdóma og annars stoðkerfisvanda.

Fundur Norræna gigtarráðsins (Nordisk Reumaråd) sem var haldinn í október 2010 í Reykjavík,
þar sem sjónum var m.a. beint að snemmgreiningu gigtarsjúkdóma og annars stoðkerfisvanda. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Rúmlega þrjár milljónir Norðurlandabúa glíma við gigtarsjúkdóma. Eigi gigtarsjúklingur að fá rétta meðferð sem fyrst, skiptir öllu að fá rétta greiningu eins fljótt og auðið er. Rétt greining getur stuðlað að því að stöðva þróun sjúkdómsins og þar með dregið úr hættu á því að hann valdi varanlegu tjóni á heilsu og hreyfigetu. Snemmtæk og rétt meðferð bólgusjúkdóma í stoðkerfi getur gert einstaklingnum kleift að vera áfram virk(ur) á vinnumarkaði þannig að ekki þurfi að greiða honum framfæri af opinberu fé. Snemmtæk og rétt greining og meðferð getur auk þess komið í veg fyrir ótímabæran dauðdaga. Norræna gigtarráðið fer því þess á leit að aukin áhersla verði lögð á snemmgreiningu þessa heilsufarsvanda.

Greiningaráætlunin er þríþætt:  

  1. Auka verður þekkingu starfandi lækna á gigtarsjúkdómum. Mikilvægt er að þeir séu færir um að greina gigt á byrjunarstigi þannig að hægt sé að vísa sjúklingnum sem fyrst til gigtarsérfræðings og ítarlegrar greiningar.
  2. Auka verður rannsóknir á sviði snemmgreiningar gigtarsjúkdóma. Norðurlöndin verða að tryggja umtalsvert aukið fjármagn til þess að greina gigtarsjúkdóma sem allra fyrst, en þeir eru einn umfangsmesti lýðheilsuvandi Norðurlanda.
  3. Börn undir 18 ára aldri eiga að hafa greiningartryggingu. Í henni felst að ef heimilislæknir eða almenn barnadeild getur ekki greint vandann, eigi barnið rétt á því að komast til sérfræðings innan mánaðar.

F.h.gigtarfélaganna,
Gigtforeningen Danmark                                   Reumaförbundet i Finland
Lene Witte framkvæmdastjóri                             Lea Salminen framkvæmdastjóri 

Giktafelag Føroya                                              Gigtarfélag Islands
Anna Petersen formaður                                     Einar S. Ingólfsson formaður  

Norsk Revmatikerforbund                                 Reumatikerförbundet Sverige
Svein Dåvöy formaður                                         Anne Carlsson formaður

_________________

Um Norræna gigtarráðið

Norræna gigtarráðið er samstarfsvettvangur gigtarfélaga á Norðurlöndunum og hefur starfað frá árinu 1989. Um 250.000 félagar eru í norrænu gigtarfélögunum til samans. Gigtarfélag Íslands hefur tekið fullan þátt í starfi Norræna gigtarráðsins frá upphafi. Tilgangur Norræna gigtarráðsins er að;

  • stuðla að samstarfi um meðferð gigtarsjúkdóma og endurhæfingar gigtarfólks.
  • miðla upplýsingum um gigt.
  • auka fjármagn til menntunar og rannsókna á sviði gigtsjúkdómafræða.
  • koma á virkum tengslum við stjórnvöld á Norðurlöndunum sem og við þær samnorrænu stofnanir sem að málinu koma.
  • auka áhrif gigtarfélaganna og fólks með gigtarsjúkdóma á Norðurlöndunum.