Skip to main content
Frétt

Ályktun stjórnar Fjólu

By 27. nóvember 2014No Comments

Ályktun Fjólu, félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, vegna tóms túlkunarsjóðs.

Stjórn Fjólu lýsir yfir áhyggjum sínum vegna alvarlegrar stöðu í túlkunarmálum fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og heyrnarlausra. Þessi staða kemur upp ár eftir ár án þess að stjórnvöld geri varanlegar ráðstafanir til lausnar.

Sjóðþurð félagslega sjóðsins kemur í veg fyrir samfélagsþátttöku og er um  að ræða gróft misrétti og brot á mannréttindum fólks.

Tómur túlkunarsjóður hefur líka áhrif á réttindabaráttu okkar. Fjóla er hagsmunafélag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og getur ekki haldið stjórnarfundi án þess að nýta þjónustu túlka.

Félagsfundur sem áætlaður var 22. nóvember og jólasamkomu félagsins hefur verið aflýst vegna fjárskorts til túlkunar. 

Við höfum leitað til ráðamanna en ekki fengið neina úrlausn í þessu alvarlega máli.

Staða félagslega túlkunarsjóðsins þarf að leysa með varanlegum hætti og þarf sú lausn að byggja á raunhæfu mati á þörfum fólks til túlkunar í daglegu lífi.

 

Reykjavík, 15. nóvember 2014

Stjórn Fjólu, félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu