Skip to main content
Frétt

Ár jafnra tækifæra

By 10. júlí 2007No Comments
Í ár taka Íslendingar virkan þátt í, Ári jafnra tækifæra, með öðrum Evrópuþjóðum. Markmiðið er að samfélagið verði umburðarlyndara og víðsýnna í lok ársins.

Í fjölbreytileika liggur styrkur.

Dýrmætasta auðlind Evrópu er fjölbreytileiki fólksins en þessi auðlind er vannýtt. Vegna fordóma og staðalímynda njóta ekki allir íbúar álfunnar fullrar mannreisnar eins og þeir eiga rétt á.

Margir eru sviptir rétti til jafnra tækifæra vegna kynþáttar, uppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, kyns, aldurs og kynhneigðar.

Mismunun er vandamál samfélagsins alls en ekki einstaklingsins sem fyrir henni verður. Skapa þarf jöfn tækifæri fyrir alla ef Evrópa á að dafna.

Ekki sitja allir við sama borð þótt lög banni mismunun. Þess vegna er þörf á vitundarvakningu.

Allir eiga rétt á jöfnum tækifærum og það er hagur allra. Sérhver getur litið í eigin barm, endurmetið afstöðu sína og stuðlað að jöfnuði og velferð í samfélaginu.

Mismunun er röng     –     Mismunun er ólögleg     –     Mismunun er sóun á hæfileikum

Nánar um Ár jafnra tækifæra á heimasíðu Félagsmálaráðuneytisins