Skip to main content
Frétt

Arnþór Helgason hefur látið af störfum framkvæmdastjóra Öryrkjabandalags Íslands.

By 13. febrúar 2006No Comments

Á fundi framkvæmdastjórnar bandalagsins þann 6. janúar var samþykkt samhljóða að segja ráðningarsamningi Arnþórs upp. Uppsögnin er liður í skipulagsbreytingum sem eru í undirbúningi. Arnþór hafði starfað sem framkvæmdastjóri ÖBÍ í 5 ár og eru honum af heilum hug þökkuð óeigingjörn störf í þágu fatlaðra. Honum er sömuleiðis óskað velfarnaðar í framtíðinni.