Skip to main content
Frétt

Áskorun til félags- og húsnæðismálaráðherra

By 1. september 2013No Comments

Áskorun framkvæmdastjórnar Öryrkjabandalags Íslands varðandi ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á formennsku í verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) bárust þann 29. ágúst sl. þau tíðindi að Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefði vikið Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni úr verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), sem hann hefur veitt formennsku frá stofnun nefndarinnar árið 2011. Guðmundur var fyrsti framsögumaður þingsályktunar um NPA á Alþingi, sem samþykkt var af öllum flokkum.

Á sínum tíma þegar verið var að stofna til verkefnisstjórnarinnar varð nokkur ágreiningur um formann, sem allir gætu treyst. Guðmundur varð fyrir valinu, enda frumkvöðull að málinu á Alþingi. Guðmundur hefur unnið sitt verk af miklum heilindum og áunnið sér verðugt traust hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Það væri því mjög vanhugsað að skipta um formann, nú þegar aðeins er eitt ár eftir af tilraunatíma þessa mikilvæga mannréttindamáls.

Framkvæmdastjórn ÖBÍ lítur þetta mjög alvarlegum augum og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína.

EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR

Reykjavík 30. ágúst 2013

F.h. framkvæmdastjórnar Öryrkjabandalags Íslands
Guðmundur Magnússon, formaður
Öryrkjabandalags Íslands