Skip to main content
Frétt

Athugasemd ÖBÍ vegna fréttaflutnings.

By 2. ágúst 2006No Comments
Af gefnu tilefni skal það tekið fram að ekkert samráð var haft við ÖBÍ um skerðingu og niðurfellingu á greiðslum úr lífeyrissjóða til öryrkja.

Fullyrðing í Morgunblaðinu þann 2. ágúst þess efnis að reynt hafi verið að hafa samráð við ÖBÍ vegna breytinganna en án árangurs er einfaldlega röng. Föstudaginn 28. júlí freistuðu forsvarsmenn Landssambands lífeyrissjóðanna þess fyrst að ná sambandi við formann ÖBÍ með tölvupósti og því er það einnig rangt sem fram kemur í fréttum útvarps 2. ágúst að lífeyrissjóðirnir hafi árangurslaust reynt að koma á fundi við Öryrkjabandalagið vegna sumarleyfa starfsfólks.

Slíkur fyrirvari á fundahöldum og kynningu um jafn viðamikið mál og á þessum tíma árs er óviðunandi að mati ÖBÍ. Málflutningur þessi vekur undrun Öryrkjabandalags Íslands.