Skip to main content
Frétt

Athugasemdir óskast frá hagsmunaaðilum

By 16. apríl 2012No Comments

Drög að sjö leiðbeiningablöðum um nánari framkvæmd nýrrar byggingarreglugerðar er varða aðgengismál má finna á heimasíðu Mannvirkjastofnunar.

Stofnun vill vekja athygli á og gefa hagsmunaaðilum kost á að kynna sér efni leiðbeininganna og senda inn athugasemdir. Frestur til þess að senda inn athugasemdir er einn mánuður eða til 13. maí 2012.
 
Leiðbeiningablöð, til umsagnar að þessu sinni eru:

Númer  Nafn   Frestur
 6.1.3 Kröfur um algilda hönnun 13.05.2012 
 6.2.3 Algild hönnun aðkomu að byggingum 13.05.2012 
 6.2.4 Gönguleið að byggingum  13.05.2012
 6.2.6 Bílastæði hreyfihamlaðra  13.05.2012
 6.4.2 Inngangsdyr-útidyr  13.05.2012
 6.4.3 Dyr innanhúss, svala og garðdyr  13.05.2012
 6.4.4 Gangar og anddyri  13.05.2012

Tengill á drög að leiðbeiningablöðunum sjö.

Allir sem eiga hagsmuna að gæta varðandi þessi mál eru hvattir til þess að kynna sér leiðbeiningablöðin og senda inn umsagnir þar sem að góð samvinna og þátttaka í þessum málum er lykillinn að því að ná fram betri árangri í aðgengismálum. 

Senda inn umsögn