Skip to main content
Frétt

Átt þú rétt á endurgreiðslu umtalsverðs tannlæknakostnaðar?

By 15. janúar 2010No Comments
Umsóknir um eingreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands á umtalsverðum útlögðum tannlækniskostnaði sjúkratryggðra árin 2008 og 2009 rennur út þann 1. febrúar nk.

Í stjórnartíðindum er birt þann 29. desember sl. tilkynning um reglugerð  1061/2009 um eingreiðslu sjúkratrygginga á umtalsverðum tannlækniskostnaði sjúkratryggðra vegna alvarlegra afleiðinga fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa. Tekur hún til áranna 2008 og 2009 og tók gildi 22. desember 2009.

Umsóknarfrestur til 1. febrúar 2010, réttur fellur niður að þeim tíma loknum

Bréf og umsóknareyðublöð hafa verið send frá Sjúkratryggingum Ísalnds til þeirra sem rétt eiga á endurgreiðslu samkvæmt upplýsingum á heimsvæði SÍ. 

Umsóknir um eingreiðslu skulu berast Sjúkratryggingum Íslands eigi síðar en 1. febrúar 2010, en að þeim tíma liðnum fellur niður réttur sjúkratryggðra til eingreiðslu.

Áttu rétt á eingreiðslu? Hefur þér ekki borist bréf frá SÍ?

Ef þú telur þig eiga rétt á slíkri endurgreiðslu, kannaðu hvort þú ert með rétt heimilisfang skráð hjá SÍ og/eða ef ekki hvort SI hafi yfirsést réttur þinn.

Reglugerðin í heild sinni (opnast í nýjum glugga á vef Stjórnartíðinda)

Fréttum um málið (síða Sjúkratrygginga Íslands)