Skip to main content
Frétt

Áttu rétt á endurgreiðslu vegna dvalar á sjúkrahótelinu Lind?

By 1. mars 2011No Comments

tímabilið 15. september 2005 til 30. september 2009.

Sjúkratryggingum Íslands hefur verið falið að endurgreiða kostnað sjúkratryggðra sem dvöldu á sjúkrahótelinu Lind á tímabilinu 15. september 2005 til og með 30. september 2009.

Í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis frá árinu 2009 ákvað heilbrigðisráðuneytið (nú velferðarráðuneytið) að endurgreiða kostnað vegna dvalar sjúkratryggðra einstaklinga á sjúkrahótelinu Lind, Rauðarárstíg 18, á tímabilinu 15. september 2005 til og með 30. september 2009. Alþingi samþykkti í desember 2010 sérstaka fjárveitingu vegna þessa. Óskað var eftir að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) myndu annast þessa endurgreiðslu.

Átt þú rétt ?  – umsóknarfrestur til 1. maí 2011

Teljir þú þig eiga rétt á endurgreiðslu vegna dvalar á sjúkrahótelinu á ofangreindu tímabili vinsamlega sækið um fyrir 1. maí 2011.

Tengill á umsókn um endurgreiðslu vegna dvalarkostnaðar á sjúkrahótelinu Lind – rafrænt eyðubla.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2011 – Endurgreiðslur munu fara fram fyrir 15. júní 2011.
 
Frekari upplýsingar eru veittar í síma: 515-0000  eða um tölvupóst,  sjukra@sjukra.is