Skip to main content
Frétt

Aukin sjálfvirkni í lyfjagreiðslukerfinu frá 1. desember

By 6. nóvember 2013No Comments

Lyfjanotendur og lækna munu njóta mjög góðs að þeirri einföldun sem af hlýst.

Þann 1. desember næstkomandi verður sjálfvirkni í nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfinu aukin til einföldunar jafnt fyrir lyfjanotendur og lækna.

Breytingin er á þá leið að þegar einstaklingar hafa greitt hámarkskostnað fyrir lyf innan 12 mánaða tímabils (69.415 kr. almennt og 46.277 kr. fyrir 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþega, börn og ungmenni yngri en 22 ára) þarf ekki lengur umsókn frá lækni til að öðlast fulla greiðsluþátttöku hjá Sjúkratryggingum Íslands heldur myndast rétturinn sjálfkrafa.

Umrædd breyting mun leiða til aukins hagræðis og einföldunar á framkvæmd kerfisins. Hjá læknum sparast vinna við gerð umsókna og einstaklingarnir sem í hlut eiga þurfa hvorki að bíða eftir útgáfu skírteinis né greiða fyrir kostnað vegna umsóknar læknis.

Fréttin í heild á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands

Frétt á heimasíðu velferðaráðuneytisins um sama mál