Skip to main content
Frétt

Aukin þjálfunarkostnaður verði afturkallaður!

By 1. október 2009No Comments
Í bréfi til heilbrigðisráðherra mótmæltir ÖBÍ þeim breytingum á greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega í sjúkra-, iðju- og talþjálfun sem komu til framkvæmda í dag, 1. október.

Í bréfinu var meðal annars bent á að; „Umræddar hækkanir eru enn ein aðförin að velferðarkerfinu sem öryrkjar hafa orðið fyrir á þessu ári. Þann 1. janúar sl. varð meirihluti lífeyrisþega fyrir allt að 10% skerðingu á bótum almannatrygginga…“ „Þá voru breytingar gerðar á greiðslum almannatrygginga þann 1. júlí sl. þegar lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum tóku gildi. Lögin fólu m.a. í sér að tekjutengingar jukust þannig að bætur almannatrygginga skertust meira og fyrr en áður. Sú breyting hafði þau áhrif að margt fólk missti ákveðin réttindi sem þeim fylgdu s.s. niðurgreiðslu á sjúkra-, iðju- og talþjálfun, tannlæknakostnaði o.fl. sem gerði það að verkum að greiðsluþátttaka þess jókst. Sú staðreynd gerir það að verkum að hækkun á greiðsluþátttöku öryrkja í þjálfun eykur enn meira greiðslubyrði fólks en fram kemur í þeim dæmum sem hér hefur verið lýst.“

Farið er fram á að breytingar á reglugerðinni á hækkun greiðsluþátttöku verði afturkallaðar.

Bréfið í heild sinni