Skip to main content
Frétt

Aukin tryggingavernd vegna slysa við heimilisstörf

By 9. ágúst 2012No Comments
ný reglugerð hjá Sjúkratryggingum Íslands

Þann 1. ágúst tók gildi ný reglugerð um slysatryggingar við heimilisstörf sem Sjúkratryggingar Íslands annast. Með reglugerðinni er tryggingavernd aukin og öll viðhaldsstörf og viðgerðir í og við heimili, sem ekki eru liður í atvinnustarfsemi, felld undir slysatrygginguna. Áður féllu eingöngu einföld og almenn viðhaldsverkefni undir trygginguna. Einnig er sú breyting gerð að ekki er útilokað að athafnir eins og símsvörun og það að sækja póst falli undir trygginguna, séu önnur skilyrði tryggingaverndar uppfyllt.

Sótt er um tryggingun við gerð skattframtals.

Slysatrygging við heimilisstörf er valkvæð og sótt er um hana með því að haka í þar til gerðan reit við útfyllingu á skattframtali. Kostnaður við trygginguna var 450 kr. á árinu 2012. Nýtt tryggingartímabil tekur gildi á sama tíma og reglugerðin og nær hún til allra sem hökuðu við trygginguna á síðasta framtali.

Fréttin í heild á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands