Skip to main content
Frétt

Bæklunarlæknar semja við Sjúkratryggingar Íslands

By 13. ágúst 2009No Comments
Samningar hafa tekist á milli Bæklunarklækna og sjúkratrygginga Íslands (SI). Allir sjálfstætt starfandi bæklunarlæknar eru nú aðilar að rammasamningi milli SI og bæklunarlækna. Þeir sem leita til bæklunarlækna þurfa því ekki lengur að greiða læknismeðferð að fullu og óska síðan eftir endurgreiðslu.

Bæklunarlæknar hafa starfað án samninga frá því 1. apríl 2008. Frá þeim tíma til dagsins í dag þurftu sjúklingar því að greiða að fullu fyrir þjónustu þeirra og óska síðan eftir endurgreiðslu hjá SI.

Nú gilda hins vegar sömu reglur og fyrir aðra sérfræðilæknisþjónustu þannig að þeir sem njóta þjónustu bæklunarlækna greiða sinn hlut hjá viðkomandi lækni í samræmi við gildandi reglugerð. Læknirinn innheimtir síðan það sem eftir stendur beint til SI. Sjá nánar á heimasíðum, Tryggingastofnunar, tr.is og Sjúkratrygginga Íslands, sjukra.is