Skip to main content
Frétt

Bæta þarf stjórnun og eftirlit með þjónustu við fatlaða

By 27. ágúst 2010No Comments
„Bæta þarf stjórnun og eftirlit með þjónustu við fatlaða“ segir meðal annars í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis sem nú hefur verið birt.

Í frétt um skýrsluna á vef Ríkisendurskoðunar segir einnig að, samþykkja þurfi heildarstefnu um þjónustu við fatlaða og tryggja samræmi hennar milli stofnana og landshluta. Þá þurfi einnig að efla allt eftirlit með starfseminni.

Ekkert mat er til um ávinning á yfirfærslu málaflokksins

Eins og flestum er kunnugt er stefnt á yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga um komandi áramót. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: „Þrátt fyrir þessi áform liggur ekki fyrir mat á því hvaða ávinningi flutningurinn mun hugsanlega skila og telur Ríkisendurskoðun það ámælisvert.“

Heildarstefnu skortir

Ríkisendurskoðun bendir á að meðal annars þurfi að samþykkja formlega heildarstefnu þar sem fram komi:
  • skýr  forgangsröðun
  • aðgerðaáætlun
  • mælikvarðar á árangur
  • hlutverk svæðisráða og trúnaðarmanna
  • mat á þjónustuþörf einstaklinga

Einnig segir að tryggja þurfi samræmi þjónustunnar milli stofnana og landshluta og að fjárveitingar til hennar taki mið af reglulegu mati á þjónustuþörf. Þá sé brýnt að bæta allt eftirlit með þjónustunni. Stjórnvöld þurfi að tryggja að unnt verði að meta mögulegan ávinning af flutningi málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga.

Sjá nánar á heimasíðu Ríkisendurskoðunar, rikisendurskodun.is