Skip to main content
Frétt

Bætur almannatrygginga hækka um 4%

By 28. mars 2008No Comments
Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um hækkun lífeyris almannatrygginga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum um 4% frá og með 1. febrúar síðastliðnum.

Hækkunin tekur til allra lífeyrisflokka almannatrygginga. Er hér um viðbót við þá 3,3% hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn að ræða.

Nánar á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytis. (opnast í nýjum glugga)