Skip to main content
Frétt

Barnalífeyrir – var þér synjað – áttu rétt?

By 14. desember 2012No Comments

Var þér synjað um barnalífeyri frá TR 2011 eða fyrir mitt ár 2012? Hugsanlega áttu rétt samkvæmt úrskurði Úrskurðarnefndar almannatrygginga sem féll í sumar.

Barnalífeyrir verður ákvarðaður í allt að tvö ár aftur í tímann ef öll skilyrði eru uppfyllt.
Tryggingastofnun hefur ákveðið, vegna úrskurða Úrskurðarnefndar almannatrygginga frá í sumar, að við afgreiðslu umsókna um barnalífeyri skuli ákvarða barnalífeyri allt að tveimur árum aftur í tímann að öllum skilyrðum uppfylltum. Þetta verklag tekur þegar gildi og á bæði við um nýjar umsóknir og umsóknir sem þegar bíða afgreiðslu hjá stofnuninni.
 

Þeir sem hafa sótt um og fengið synjun um greiðslur á barnalífeyri aftur í tímann undanfarið ár geta óskað eftir því skriflega með bréfi að mál þeirra verði endurskoðuð. Þá verða málin skoðuð aftur efnislega og ákvarðað hvort skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris eru uppfyllt eða ekki.

Sjá fréttina í heild á heimasíðu TR, tr.is