Skip to main content
Frétt

Beðið svara félags- og húsnæðismálaráðherra 

By 17. september 2013No Comments

ÖBÍ sendi félags- og húsnæðismálaráðherra bréf 23. ágúst sl. með fyrirspurn um framhald samkomulags um samspil örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða, en samkomulagið rennur út um næstu áramót. 

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherraÓskað var eftir upplýsingum um hvort samkomulagið verði framlengt og ef ekki hvað taki við frá 1. janúar 2014. Enn hefur ekkert svar borist við fyrirspurninni þrátt fyrir ítrekun.

Samkvæmt samkomulaginu mun TR ekki lækka greiðslur til lífeyrisþega á tímabilinu vegna vísitöluhækkana lífeyrissjóðsgreiðslna. Á sama tíma munu lífeyrissjóðirnir ekki lækka lífeyri vegna hækkunar lífeyris frá TR. 

Mikilvægt er að samkomulag þetta verði framlengt á meðan unnið er að framtíðarlausn á samspili örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða.